Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 121/2010

Nr. 121/2010 21. september 2010
LÖG
um breytingu á lögum um Stjórnarráð Íslands, nr. 73/1969, með síðari breytingum.

HANDHAFAR VALDS FORSETA ÍSLANDS
   samkvæmt 8. gr. stjórnarskrárinnar
forsætisráðherra, forseti Alþingis og forseti Hæstaréttar,
gjöra kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og vér staðfest þau með samþykki voru:

1. gr.
    Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 4. gr. laganna:
    a.    Orðin „dómsmála- og mannréttindaráðuneyti“ og „félags- og tryggingamálaráðuneyti“ falla brott.
    b.    Á eftir orðinu „fjármálaráðuneyti“ kemur: innanríkisráðuneyti.
    c.    Orðið „heilbrigðisráðuneyti“ fellur brott.
    d.    Orðin „samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti“ falla brott.
    e.    Í stað orðanna „og utanríkisráðuneyti“ kemur: utanríkisráðuneyti og velferðarráðuneyti.

2. gr.
    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2011.

Ákvæði til bráðabirgða.
     Þrátt fyrir ákvæði 2. gr. er ráðherra heimilt að undirbúa stofnun nýrra ráðuneyta, m.a. með skipun ráðuneytisstjóra og skrifstofustjóra sem hafi heimild til að bjóða starfsmönnum starf skv. 14. gr. laganna.
    Þeim embættismönnum sem hljóta ekki áframhaldandi skipun skv. 1. mgr. skulu boðin störf í hinum nýju ráðuneytum. Ákvæði 7. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, gilda ekki um störf sem ráðið er í samkvæmt þessu ákvæði.
    Um flutning annarra starfsmanna til hinna nýstofnuðu ráðuneyta gilda ákvæði 14. gr. laganna.

Gjört í Reykjavík, 21. september 2010.

Jóhanna Sigurðardóttir.

Ásta R. Jóhannesdóttir.
(L. S.)

Ingibjörg Benediktsdóttir.

Jóhanna Sigurðardóttir.

A deild - Útgáfud.: 23. september 2010