Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 25/2011

Nr. 25/2011 1. apríl 2011
LÖG
um breytingu á lögum nr. 17/1991, um einkaleyfi, með síðari breytingum (reglugerðarheimild).

FORSETI ÍSLANDS
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

1. gr.
    68. gr. laganna orðast svo:
    Í reglugerð, sem efnahags- og viðskiptaráðherra setur, skal kveðið á um gjöld samkvæmt lögum þessum og þóknun fyrir þá þjónustu sem Einkaleyfastofan veitir.
    Gjöld, þar á meðal umsóknar- og árgjöld, skulu standa undir kostnaði við rekstur Einkaleyfastofunnar vegna einkaleyfa og við þjónustu sem veitt er, m.a. fyrir landsbundnar, evrópskar og alþjóðlegar umsóknir um einkaleyfi, könnun Einkaleyfastofunnar á form- og efnisskilyrðum umsókna, þjónustu vegna rannsókna einkaleyfisumsókna, útgáfu og framsendingu forgangsréttarskjala, útgáfu einkaleyfa og viðbótarvottorða, endurveitingu réttinda og endurupptöku, meðferð skv. 21. gr., birtingu í ELS-tíðindum, breytingar á einkaleyfaskrá og útskriftir úr skránni og önnur þjónustuverkefni.
    Gjaldskrá þjónustugjalda skal m.a. taka mið af launum og launatengdum gjöldum, þjálfun og endurmenntun, aðkeyptri sérfræðiþjónustu, húsnæði, starfsaðstöðu, búnaði og tækjum og alþjóðlegri samvinnu.
    Gjöld samkvæmt lögum þessum renna til Einkaleyfastofunnar og innheimtir hún gjöldin.

2. gr.
    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Gjört á Bessastöðum, 1. apríl 2011.

Ólafur Ragnar Grímsson.
(L. S.)

Árni Páll Árnason.

A deild - Útgáfud.: 5. apríl 2011