Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 595/2013

Nr. 595/2013 12. júní 2013
REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð um umferðarmerki og notkun þeirra nr. 289/1995 með síðari breytingum.

1. gr.

Fjögur ný aðvörunarmerki bætast við 3. gr. reglugerðarinnar:

Á eftir lið A07.32 bætast við tveir nýir liðir:

A07.41 Hættuleg vegamót þar sem umferð á vegi hefur forgang, sem táknað er með eftir­farandi merki:

Merki þetta má nota áður en komið er að vegamótum þar sem umferð á vegi sem merkið er við hefur forgang gagnvart umferð af hliðarvegum, fyrst til hægri, enda sé merkið A06.11 eða B19.11 við hliðarvegina.

A07.42 Hættuleg vegamót þar sem umferð á vegi hefur forgang, sem táknað er með eftir­farandi merki:

Merki þetta má nota áður en komið er að vegamótum þar sem umferð á vegi sem merkið er við hefur forgang gagnvart umferð af hliðarvegum, fyrst til vinstri, enda sé merkið A06.11 eða B19.11 við hliðarvegina.

Á eftir lið A11.31 bætist við nýr liður A11.32 Hestar, sem táknað er með eftirfarandi merki:

Merki þetta má nota til að vara við því að hestar kunni að ganga lausir á vegsvæði.

Á eftir lið A27.11 bætist við nýr liður A27.21 Ísing á vegi, sem táknað er með eftirfarandi merki:

Merki þetta má nota til að vara við óvæntri ísingu á vegi. Það má setja upp þar sem aðstæð­ur eru með þeim hætti að ísing getur myndast skyndilega án þess að vegir séu almennt hálir.

2. gr.

Eitt nýtt boðmerki bætist við 7. gr. reglugerðarinnar:

Á eftir lið C01.22 bætist við nýr liður C01.26 Akstursstefnumerki, sem táknað er með eftir­farandi merki:

Merki þetta má nota þar sem mælt er fyrir um ákveðna akstursstefnu og má aðeins aka í þá átt eða þær áttir sem örin bendir.

3. gr.

Þrjú ný upplýsingamerki bætast við 9. gr. reglugerðarinnar:

Á eftir lið D01.34 bætist við nýr liður D01.35 Bifreiðastæði fyrir húsbíla, sem táknað er með eftirfarandi merki:

Merki þetta er notað til að sýna bifreiðastæði sem eingöngu eru ætluð húsbílum.

Á eftir lið D06.11 bætast við tveir nýir liðir:

D06.21 Neyðarútskot til hægri, sem táknað er með eftirfarandi merki:

Merki þetta er notað til að sýna útskot á vegi eða í jarðgöngum sem eingöngu eru ætluð til nota í neyð.

D06.22 Neyðarútskot til vinstri, sem táknað er með eftirfarandi merki:

Merki þetta er notað til að sýna útskot á vegi eða í jarðgöngum sem eingöngu eru ætluð til nota í neyð.

4. gr.

Fjögur ný þjónustumerki bætast við 11. gr. reglugerðarinnar:

Á eftir lið E02.12 bætist við nýr liður E02.15 Samnýting ökutækja, sem táknað er með eftir­farandi merki:

Merki þetta vísar á upplýsingatöflu sem kynnir möguleika á samnýtingu ökutækja sem ferða­máta.

Á eftir lið E07.32 bætist við nýr liður E07.33 Strandstangveiði, sem táknað er með eftir­farandi merki:

Merki þetta vísar á stað þar sem hægt er að stunda fiskveiðar í sjó með veiðistöng af strönd. Ef krafist er greiðslu fyrir veiðileyfi fást upplýsingar um það á veiðistað.

Á eftir lið E07.55 bætist við nýr liður E07.58 Mótorhjólabraut, sem táknað er með eftirfarandi merki:

Merki þetta vísar á svæði sem er ætlað til mótorhjólaaksturs (mótorkrossbraut).

Á eftir lið E08.46 bætist við nýr liður E08.47 Ísbúð, sem táknað er með eftirfarandi merki:

Merki þetta vísar á sölustað þar sem boðið er upp á ís sem er framleiddur eða gerður í ísvél á staðnum.

5. gr.

Tvö ný undirmerki bætast við 17. gr. reglugerðarinnar:

Á eftir lið J01.61 bætast við tveir nýir liðir:

J01.71 Stefna sem bann, aðvörun eða leiðbeining á við, sem táknað er með eftirfarandi merki:

J01.72 Stefna sem bann, aðvörun eða leiðbeining á við, sem táknað er með eftirfarandi merki:

 

6. gr.

Þrjú ný merki bætast við 18. gr. reglugerðarinnar:

Á eftir lið K13.12 bætist við nýr liður K13.51 Fjarlægðarmerking í jarðgöngum, sem táknað er með eftirfarandi merki:

Merki þetta er notað í jarðgöngum til að sýna vegalengd til gangamunna.

Á eftir lið K20.31 bætast við tveir nýir liðir:

K21.11 Þverslá vegna hæðartakmarkana, sem táknað er með eftirfarandi merki:

                                                                       Mkv. 1:40 *)

Merki þetta má nota þar sem hæð ökutækja er takmörkuð umfram það sem sagt er fyrir um í reglugerð nr. 155/2007 um stærð og þyngd ökutækja, með síðari breytingum. Með merkinu skal ávallt nota merki B15.xx.

K21.21 Lokunarþverslá, sem táknað er með eftirfarandi merki:

                                                          Mkv. 1:40 *)

Merki þetta má nota til áréttingar þar sem vegi hefur verið lokað. Með merkinu skal ávallt nota merki B01.11 eða annað bannmerki sem við á.

*) Öll merki í umferðarmerkjareglugerð eru teiknuð í mælikvarða 1:20 nema annað sé til­tekið.

7. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 79. og 84. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.

Innanríkisráðuneytinu, 12. júní 2013.

Hanna Birna Kristjánsdóttir.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

B deild - Útgáfud.: 27. júní 2013