Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 282/2013

Nr. 282/2013 26. mars 2013

AUGLÝSING
um mörk kjördæma í Reykjavík fyrir alþingiskosningarnar 27. apríl 2013.

Landskjörstjórn gerir kunnugt:

að með vísan til 1. mgr. 7. gr. laga um kosningar til Alþingis, nr. 24/2000, sbr. og 5.-6. tölul. 1. mgr. 6. gr. sömu laga, skuli mörk Reykja­víkur­kjördæma suður og norður fyrir alþingiskosningar 27. apríl 2013 vera eftirfarandi:

Mörk Reykjavíkurkjördæma suður og norður skulu dregin um miðlínu eftirfarandi gatna frá vestri til austurs: Eftir Hringbraut (frá Ánanaustum), gömlu Hringbraut, Miklubraut, Ártúnsbrekku og Vesturlandsvegi, en frá Vesturlandsvegi á móts við Sóltorg (ISN93 hnit: 364886, 405744) skal dregin bein lína í miðpunkt Sóltorgs og þaðan skulu mörkin dregin eftir miðlínu Kristnibrautar, Gvendargeisla og Biskupsgötu að Reynisvatnsvegi. Frá gatnamótum Biskupsgötu og Reynisvatnsvegar skal dregin bein lína að borgarmörkum (ISN93 hnit: 369110, 405535).

Meðfylgjandi eru tveir uppdrættir, merktir fylgiskjal I og fylgiskjal II, sem sýna mörk milli Reykjavíkurkjördæma með blárri línu.

Þá hefur landskjörstjórn ákveðið með vísan til 2. mgr. 23. gr. laga um kosningar til Alþingis, nr. 24/2000, að þeim sem taka ber á kjörskrá í Reykjavík skv. b-lið 1. mgr. 23. gr. sömu laga skuli skipt milli Reykjavíkurkjördæma suður og norður þannig að í Reykjavíkurkjördæmi suður komi allir þeir sem eru fæddir 1.-15. dag mánaðar en í Reykjavíkurkjördæmi norður komi allir þeir sem fæddir eru 16. dag mánaðar eða síðar. Sama regla gildir um þá sem skráðir eru óstaðsettir í hús í Reykjavík.

Reykjavík, 26. mars 2013.

Landskjörstjórn,

Freyr Ófeigsson

formaður.
 

Sigrún Benediktsdóttir.

Sigurjón Unnar Sveinsson.

 

Björn Jósef Arnviðarson.

Jakob Björnsson.

Þórhallur Vilhjálmsson.

Fylgiskjöl.
(sjá PDF-skjal)


B deild - Útgáfud.: 27. mars 2013