Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 363/2007

Nr. 363/2007 13. apríl 2007
AUGLÝSING
um flutningsjöfnunargjald á olíuvörum.

Á grundvelli laga nr. 103/1994 um jöfnun á flutningskostnaði olíuvara tilkynnir Neytenda­stofa að flutningsjöfnunargjald á neðangreindum olíuvörum verður sem hér segir frá og með 1. maí 2007 og gildir gjaldið þar til annað verður ákveðið:

bifreiðabensín

0,32 kr. á lítra

gasolía

0,76 kr. á lítra

aðrar olíur og blöndur til brennslu

0,05 kr. á kg

flugvélabensín

0,10 kr. á lítra

flugsteinolía (þotueldsneyti)

0,10 kr. á lítra

Samkvæmt 3. gr. laga nr. 103/1994 um jöfnun á flutningskostnaði olíuvara skulu dreif­ingaraðilar samkvæmt 1. gr. laganna, aðrir en þeir sem annast innanlandssölu á olíu í öllum landshlutum, greiða flutningsjöfnunargjaldið við innheimtu aðflutningsgjalda miðað við inn­flutt móttekið magn. Tollstjórinn í Reykjavík og sýslumenn utan Reykjavíkur annast sam­kvæmt sömu grein innheimtu gjaldsins og skulu skila því til flutnings­jöfnunar­sjóðs olíuvara.

Auglýsing þessi kemur í stað auglýsingar nr. 1179/2005.

Neytendastofu, 13. apríl 2007.

Tryggvi Axelsson forstjóri.

Gunnar G. Þorsteinsson
formaður stjórnar flutnings-
jöfnunarsjóðs olíuvara.

B deild - Útgáfud.: 30. apríl 2007