Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 739/2007

Nr. 739/2007 12. júní 2007
REGLUR
um breytingu á reglum nr. 345/2007 um Rannsóknastofnun um lyfjamál við Háskóla Íslands.

1. gr.

Fjórða grein reglnanna um stjórn stofnunarinnar breytist og verður svohljóðandi:
Deildarfundur lyfjafræðideildar skipar Rannsóknastofnun um lyfjamál sjö manna stjórn til þriggja ára í senn. Lyfjafræðideild tilnefnir einn fulltrúa innan deildar sem jafnframt er formaður stjórnar. Rektor tilnefnir einn fulltrúa í stjórn. Forseti lyfjafræðideildar tilnefnir fjóra stjórnarmenn frá samstarfsaðilum stofnunarinnar, sem samningar hafa verið gerðir við, sbr. 1. gr. og einn stjórnarmann frá öðrum samtarfsðilum innan Háskóla Íslands.

2. gr.

Reglur þessar, sem háskólaráð hefur sett á grundvelli heimildar í 2. mgr. 9. gr. laga nr. 41/1999 um Háskóla Íslands, sbr. 27. gr. reglna nr. 458/2000 fyrir Háskóla Íslands, öðlast þegar gildi.

Háskóla Íslands, 12. júní 2007.

Kristín Ingólfsdóttir.

Þórður Kristinsson.

B deild - Útgáfud.: 15. ágúst 2007