1. gr. Um friðlýsinguna. Umhverfisráðherra hefur ákveðið að tillögu bæjarstjórnar Dalvíkurbyggðar og að fengnu áliti Umhverfistofnunar og Náttúrufræðistofnunar Íslands að endurnýja friðlýsingu landsvæðis í Böggvisstaðafjalli sem fólkvangs, skv. 55. gr. laga um náttúruvernd, nr. 44/1999. Útivistargildi svæðisins er hátt en þar er m.a. skíðasvæði Dalvíkinga og vinsælt og gjöfult berjaland. Svæðið er 305,1 ha að stærð. 2. gr. Markmið friðlýsingarinnar. Markmið með friðlýsingu landsvæðis í Böggvisstaðafjalli er að tryggja útivistarsvæði í Dalvíkurbyggð. 3. gr. Mörk fólkvangsins. Mörk fólkvangsins eru að vestan girðing frá egg fjallsins og niður í Brimnesá, u.þ.b. 1 km vestan við Selhól. Að sunnan girðing nærri merkjum Böggvisstaða og Hrafnsstaða og til fjalls. Að austan mörk byggðarinnar samkvæmt aðalskipulagi og að norðan fylgja mörkin núverandi gilvegi og í Brimnesá. Mörkin afmarkast af eftirfarandi ISN-93 hnitapunktum og eru sýnd á meðfylgjandi uppdrætti í fylgiskjali 1. Punktur | X-hnit | Y-hnit | Punktur | X-hnit | Y-hnit | A | 520395,29 | 607554,79 | B | 519973,28 | 607210,53 | C | 519430,97 | 607303,94 | D | 518499,28 | 607860,23 | E | 518523,43 | 608147,32 | F | 518835,59 | 609062,28 | G | 520331,59 | 608808,68 | H | 520428,37 | 608715,34 | I | 520509,58 | 608671,35 | J | 520655,68 | 608656,09 | K | 520703,12 | 608660,58 | L | 520710,12 | 608502,71 | M | 520686,78 | 608416,39 | N | 520706,23 | 608342,51 | O | 520652,41 | 608118,82 | P | 520654,41 | 608072,94 | Q | 520631,88 | 607998,73 | R | 520546,36 | 608026,14 |
4. gr. Umsjón með fólkvanginum. Umsjón og rekstur fólkvangsins skal vera í höndum umhverfisráðs Dalvíkurbyggðar og Umhverfisstofnunar samkvæmt samningi á milli Dalvíkurbyggðar og Umhverfisstofnunar sem umhverfisráðherra staðfestir. Umhverfisstofnun skal sjá um gerð verndaráætlunar fyrir fólkvanginn í samráði við Dalvíkurbyggð, sbr. d-lið 6. gr. laga um náttúruvernd, nr. 44/1999. 5. gr. Umferð um fólkvanginn. Almenningi er heimil för um fólkvanginn, enda sé gætt góðrar umgengni. Eingöngu er heimilt að hafa hunda í fólkvanginum séu þeir í fylgd ábyrgs aðila og undir tryggri stjórn. Ávallt er óheimilt að aka vélknúnum ökutækjum utan vega í fólkvanginum. Akstur snjótroðara á skíðasvæðinu er þó heimill og er heimilt að aka vélsleðum til fjalla norðan Löngulautar. 6. gr. Verndun gróðurs, dýralífs og jarðmyndana. Óheimilt er að spilla gróðri og trufla dýralíf í fólkvanginum. Óheimilt er að hrófla við eða skemma á annan hátt jarðmyndanir í fólkvanginum. Til verndar gróðri er notkun berjatína óheimil á svæðinu. 7. gr. Landnotkun og mannvirkjagerð. Allar framkvæmdir innan fólkvangsins eru háðar leyfi Dalvíkurbyggðar og Umhverfisstofnunar, sbr. 38. gr. laga um náttúruvernd, nr. 44/1999. Framkvæmdir skulu vera í samræmi við samþykkt skipulag og verndaráætlun, en svæðið skal skipulagt til almennrar útivistar. Gert er ráð fyrir hefðbundnu viðhaldi á skíðasvæði og göngustígum. Óheimilt er að beita búpeningi innan fólkvangsins enda verður svæðið innan fjárheldrar girðingar. 8. gr. Veiði og notkun skotvopna. Öll meðferð skotvopna er bönnuð í fólkvanginum. Umsjónaraðili fólkvangsins getur þó veitt heimild til að veiða refi og minka ef sérstök ástæða þykir fyrir hendi, en ætíð í samræmi við lög um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, nr. 64/1994 og verndaráætlun. 9. gr. Undanþágur. Umhverfisráðherra getur, að fenginni umsögn Umhverfisstofnunar, Náttúrufræðistofnunar Íslands og umhverfisráðs Dalvíkurbyggðar, veitt heimild til þess að vikið verði frá reglum þessum í sérstökum tilfellum gangi það ekki gegn markmiðum friðlýsingarinnar. 10. gr. Refsiákvæði. Brot gegn friðlýsingu þessari varða sektum eða fangelsi allt að tveimur árum, sbr. 75. og 76. gr. laga um náttúruvernd, nr. 44/1999. 11. gr. Gildistaka. Friðlýsingin öðlast þegar gildi. Á sama tíma fellur úr gildi eldri auglýsing um stofnun fólkvangs í Böggvisstaðafjalli, nr. 432/1994. Umhverfisráðuneytinu, 31. janúar 2011. Svandís Svavarsdóttir. Magnús Jóhannesson. Fylgiskjal. (sjá PDF-skjal |