Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 866/2009

Nr. 866/2009 22. október 2009
REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga nr. 113/2003.

1. gr.

3. málsgrein 12. gr. hljóði svo:

Við útreikning meðaltals skv. b-, c- og d-lið skal sleppa tekjum sem einstök sveitarfélög hafa af fasteignaskattsálagningu og framleiðslugjaldi af virkjunum og stórfyrirtækjum, enda hafi þær tekjur veruleg áhrif á niðurstöðu innan viðkomandi flokks. Jafnframt skal við útreikning meðaltals skv. b-, c- og d-lið sleppa alveg einstaka sveitarfélögum þar sem tímabundnar sveiflur í tekjum eða íbúafjölda skapa misræmi er hefur veruleg áhrif á niðurstöðu innan viðkomandi flokks.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 18. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 22. október 2009.

Kristján L. Möller.


Ragnhildur Hjaltadóttir.

B deild - Útgáfud.: 26. október 2009