1. gr. Við 8. tl. 6. gr. reglugerðarinnar bætast fimm nýir málsliðir svohljóðandi: Þær fersku matjurtir, sem fram koma í viðauka þessarar reglugerðar, skulu vera merktar á umbúðum með upplýsingum um upprunaland. Sama gildir um vörutegundir úr ferskum matjurtum þar sem matjurtum er blandað saman og/eða þær skornar niður. Þegar um er að ræða vörutegund þar sem ferskar matjurtir hafa uppruna í fleiri en einu landi skal tilgreina nafn hverrar matjurtar og upprunaland hennar á umbúðum. Ekki er þörf á að merkja umbúðir ferskra matjurta með upplýsingum um upprunaland þegar framleiðandi dreifir framleiðslu sinni milliliðalaust til neytanda. 2. gr. Við 1. mgr. 28. gr. reglugerðarinnar bætist nýr málsliður svohljóðandi: Þegar ferskum matjurtum er dreift án umbúða eða pakkað af seljanda á sölustað skal seljandi vörunnar veita kaupanda upplýsingar um upprunaland vörunnar með sýnilegum hætti, þar sem varan liggur frammi. 3. gr. Viðauki þessarar reglugerðar verður 7. viðauki reglugerðar nr. 503/2005 um merkingu matvæla. 4. gr. Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 14. gr. sbr. 18. gr. laga um matvæli, nr. 93/1995, með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast gildi 1. september 2009. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 22. júlí 2009. Jón Bjarnason. Baldur P. Erlingsson. VIÐAUKI (sjá PDF-skjal) |