1. gr. Á eftir 2. mgr. 88. gr. bætast við fjórar nýjar málsgreinar, svohljóðandi: Deildinni er heimilt að gefa kost á viðbótarnámi að loknu fullgildu háskólaprófi. Diplómanám í hagfræði er 60 eininga sjálfstætt nám að loknu BA/BS-prófi eða sambærilegu háskólaprófi. Hægt er að fá hluta námsins metinn inn í MS-nám í hagfræði. Diplómanám í heilsuhagfræði er 60 eininga sjálfstætt nám að loknu BA/BS-prófi eða sambærilegu háskólaprófi. Hægt er að fá hluta námsins metinn inn í MS-nám í heilsuhagfræði. Diplómanám í fjármálahagfræði er 60 eininga sjálfstætt nám að loknu BA/BS-prófi eða sambærilegu háskólaprófi. Hægt er að fá hluta námsins metinn inn í MS-nám í fjármálahagfræði. 2. gr. Reglur þessar, sem samþykktar hafa verið í háskólaráði Háskóla Íslands, eru settar á grundvelli laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla og öðlast þegar gildi. Háskóla Íslands, 18. janúar 2012. Kristín Ingólfsdóttir. Þórður Kristinsson. |