Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 174/2008

Nr. 174/2008 29. desember 2008
LÖG
um breytingu á lögum nr. 6/2007, um Ríkisútvarpið ohf.

FORSETI ÍSLANDS
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

1. gr.
    Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr. laganna:
    a.    Í stað orðsins „Tekjustofnar“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: Tekjur.
    b.    Á eftir 1. málsl. 1. tölul. 1. mgr. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Gjaldið rennur í ríkissjóð.
    c.    Í stað fjárhæðarinnar „14.580 kr.“ í 3. málsl. 1. tölul. 1. mgr. kemur: 17.200 kr.
    d.    Við 2. mgr. bætast tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Í stað tíu gjalddaga skal gjalddagi einstaklinga vera einn, 1. ágúst ár hvert. Dragist framlagning álagningarskrár fram yfir 1. ágúst færist gjalddagi til fyrsta dags næsta mánaðar eftir framlagningu.
    e.    3. mgr. fellur brott.
    f.     Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Tekjur.

2. gr.
    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2009.

Gjört á Bessastöðum, 29. desember 2008.

Ólafur Ragnar Grímsson.
(L. S.)

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.

A deild - Útgáfud.: 31. desember 2008