Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 457/2010

Nr. 457/2010 12. maí 2010
AUGLÝSING
um breytingu á aðalskipulagi Grundarfjarðar 2003-2015, íbúðabyggð ofan Ölkelduvegar.

Samkvæmt 19. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 hefur ráðherra þann 12. maí 2010 staðfest breytingu á aðalskipulagi Grundarfjarðar 2003-2015 frá 8. desember 2003.
Breytingin felst í eftirfarandi:

  1. Opið svæði til sérstakra nota suðvestan við skólasvæði og svæði fyrir spennistöð breytist í íbúðasvæði sem verður um 2 ha að stærð. Þar til að núverandi spenni­stöð víkur verður tenging íbúðasvæðisins um vegslóða sem liggur að vatns­tanki bæjararins.
  2. Gert er ráð fyrir tjaldstæði á 0,3 ha opnu svæði til sérstakra nota milli íbúða­svæðisins og Gilóslækjar. Reiðstígur og göngustígur færist að hluta í samræmi við deiliskipulag.

Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum hefur málsmeðferð verið í samræmi við skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997 og Skipulagsstofnun gert tillögu til ráðherra um staðfestingu.
Breytingin öðlast þegar gildi.

Umhverfisráðuneytinu, 12. maí 2010.

F. h. r.

Magnús Jóhannesson.

Sigríður Auður Arnardóttir.

B deild - Útgáfud.: 27. maí 2010