1. gr. Með vísan til 2. og 3. gr. reglugerðar nr. 665 frá 10. júlí 2013 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2013/2014 staðfestir ráðuneytið sérstök skilyrði vegna úthlutunar aflaheimilda í eftirfarandi sveitarfélagi: Sveitarfélagið Skagafjörður. Ákvæði reglugerðar nr. 665 frá 10. júlí 2013 gilda um úthlutun byggðakvóta Sauðárkróks og Hofsóss með eftirfarandi viðauka/breytingum: | a) | Nýtt ákvæði í 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður 5. mgr. svohljóðandi: Hámarksúthlutun til fiskiskipa yfir 50 brúttótonnum, af því aflamarki sem fallið hefur innan viðkomandi byggðarlags, verður 6 þorskígildistonn. | | b) | Ákvæði 1. og 2. málsl. 1. mgr. 6. gr. breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa, þeim afla sem telja á til byggðakvóta, í því byggðarlagi sem byggðakvótinn tilheyrir, til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1. september 2012 til 31. ágúst 2013. Aflinn skal nema, í þorskígildum talið, að lágmarki 88% af magni þess aflamarks sem þau fá úthlutað samkvæmt reglugerð þessari. |
2. gr. Auglýsing þessi, sem birt er samkvæmt heimild í 5. mgr. 10. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 6. janúar 2014. | F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, | Jóhann Guðmundsson. |
Hinrik Greipsson. |