Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 731/2010

Nr. 731/2010 10. september 2010
GJALDSKRÁ
fyrir sérstakt gatnagerðargjald vegna framkvæmda við eldri götur á Akranesi.

1. gr.

Í samræmi við ákvæði til bráðabirgða í lögum nr. 153 frá 2006, um gatnagerðargjald, sbr. lög nr. 6 frá 2009, er sveitarstjórn Akraneskaupstaðar heimilt að innheimta sérstakt gjald af eigendum fasteigna á lóðum sem úthlutað var eða veitt byggingarleyfi á fyrir 1. janúar 1997.

Gjaldinu skal varið til greiðslu kostnaðar við að leggja bundið slitlag á hlutaðeigandi götu og til lagningar gangstétta með henni.

2. gr.

Skilyrði fyrir innheimtu slíks gjalds er að ekki hafi áður verið innheimt gatnagerðargjald af núverandi eða fyrrverandi eigendum hlutaðeigandi fasteignar sem a.m.k. að hluta hefur verið ætlað til lagningar bundins slitlags. Jafnframt er skilyrði að framkvæmdum verði lokið fyrir 31. desember 2012.

Gjaldið skal nema 80% kostnaðar við framkvæmdir í hverri götu fyrir sig. Skal því skipt á eigendur fasteigna við hverja götu að tiltölu miðað við fermetrafjölda hverrar fasteignar.

3. gr.

Ákvörðun um að ráðast í slíkar framkvæmdir sem hér um ræðir skal tekin af bæjarstjórn. Tilkynna skal eigendum fasteigna, sem inniheimta á sérstakt gatnagerðargjald af, um fyrirhugaðar framkvæmdir, framkvæmdatíma, áætlaðan kostnað og hvenær gjalddagi sé. Gjaldið skal innheimt að loknum framkvæmdum við hverja götu.

4. gr.

Sérstöku gatnagerðargjaldi samkvæmt gjaldskrá þessari fylgir lögveð í fasteign þeirri sem það er lagt á og gengur það, ásamt vöxtum og kostnaði, fyrir öllum veðkröfum sem á eigninni hvíla og tekur það einnig til vátryggingarfjár hennar.

Gjaldskrá þessi er samin og samþykkt á fundi bæjarráðs Akraneskaupstaðar þann 24. júní 2010 skv. lögum nr. 153/2006 um gatnagerðargjald með síðari breytingum.

Gjaldskráin öðlast gildi við birtingu hennar í B-deild Stjórnartíðinda.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 10. september 2010.

F. h. r.

Stefanía Traustadóttir.

Hjördís Stefánsdóttir.

B deild - Útgáfud.: 27. september 2010