Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 725/2014

Nr. 725/2014 29. júlí 2014
REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 589/2009 um próf til löggildingar endurskoðunarstarfa.

1. gr.

6. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Prófnefnd skal gefa próftaka kost á að sjá niðurstöður úr sínu eigin prófi og einstökum þáttum þess, ef prófmaður óskar þess innan eins mánaðar frá því að niðurstöður prófa liggja fyrir. Sé próftaki ósáttur við niðurstöðu nefndarinnar getur hann óskað eftir skýringum á þeim og skal veita slíkar skýringar innan mánaðar frá því að þeirra er óskað.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er skv. heimild í 3. mgr. 5. gr., sbr. og 31. gr. laga nr. 79/2008 um endurskoðendur, öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 29. júlí 2014.

F. h. iðnaðar- og viðskiptaráðherra,

Valgerður Rún Benediktsdóttir.

Sigurbjörg Stella Guðmundsdóttir.

B deild - Útgáfud.: 30. júlí 2014