1. gr. Matvælastofnun skal tryggja eins og kostur er dýravelferð, dýralæknaþjónustu svo og bráðaþjónustu á eftirtöldum stöðum á landinu: Snæfellsnesi, í Dalasýslu, á Vestfjörðum, í Austur- og Vestur-Húnavatnssýslum, í Suður- og Norður-Þingeyjarsýslum, í Norður- og Suður-Múlasýslum og í Austur- og Vestur-Skaftafellssýslum. 2. gr. Til að tryggja nauðsynlega dýralæknaþjónustu svo og dýravelferð og bráðaþjónustu við dýr er Matvælastofnun heimilt að greiða fyrir staðaruppbætur og/eða hluta ferðakostnaðar dýralæknis sem tekur að sér að veita þjónustu samkvæmt 1. gr. Við mat á því hvort nauðsynleg dýralæknaþjónusta er fyrir hendi á tilteknu svæði eða bráðaþjónusta skal hafa hliðsjón af staðsetningu opinberra eftirlitsdýralækna, annarra en héraðsdýralækna, á viðkomandi svæði. 3. gr. Reglugerð þessi er sett með stoð í 13. gr. a laga nr. 66/1998, um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr sbr. og bráðbirgðaákvæði sömu laga. 4. gr. Reglugerðin tekur gildi 1. nóvember 2011. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 5. júlí 2010. F. h. r. Sigurgeir Þorgeirsson. Baldur P. Erlingsson. |