Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1060/2009

Nr. 1060/2009 22. desember 2009
REGLUGERÐ
um aukna þátttöku sjúkratrygginga í umtalsverðum tannlækniskostnaði sjúkratryggðra vegna alvarlegra afleiðinga fæðingargalla, sjúkdóma eða slysa.

1. gr.

Sjúkratryggingum Íslands er heimilt að endurgreiða sjúkratryggðum einstaklingum í samræmi við reglugerð þessa, hluta þess tannlækniskostnaðar sem þeir þurfa að öðrum kosti sjálfir að bera frá og með 1. janúar 2010. Heimild til aukinnar kostnaðarþátttöku er bundin við þá sem eiga rétt á endurgreiðslu sjúkratrygginga á tannlækniskostnaði skv. 7. gr., 8. gr., 9. gr. og 12. gr. reglugerðar nr. 576/2005.

2. gr.

Endurgreiðsla samkvæmt reglugerð þessari er takmörkuð við endurgreiðslu 75% eigin kostnaðar umfram kr. 40.000 vegna tannlækninga sem Sjúkratryggingar Íslands taka þátt í að greiða samkvæmt heimildum í 7. gr., 8. gr., 9. gr. og 12. gr. reglugerðar nr. 576/2005. Þó skal ekki greiða þann kostnað sem til hefur fallið vegna þess að gjaldskrá tannlæknis er meira en 70% hærri en gjaldskrá nr. 898/2002.

3. gr.

Umsóknir skulu berast Sjúkratryggingum Íslands og skal stofnunin annast útreikning og endurgreiðslu.

4. gr.

Reglugerð þessi sem sett er með stoð í 55. gr. laga nr. 112/2008 um sjúkratryggingar öðlast gildi 1. janúar 2010.

Heilbrigðisráðuneytinu, 22. desember 2009.

Álfheiður Ingadóttir.

Berglind Ásgeirsdóttir.

B deild - Útgáfud.: 29. desember 2009