Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 657/2011

Nr. 657/2011 15. júní 2011
REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð um miðlun og meðferð upplýsinga um nemendur í grunnskóla og rétt foreldra til aðgangs að upplýsingum um börn sín, nr. 897/2009.

1. gr.

a. Á eftir 7. gr. reglugerðarinnar kemur ný grein, svohljóðandi:

Grunnskólum er heimilt að nota rafrænt upplýsingakerfi til skráningar og miðlunar upplýsinga um nemendur samkvæmt þessari reglugerð. Ennfremur getur skóli notað slíkt kerfi til þess að veita foreldrum aðgang að upplýsingum og til samskipta við þá. Komi fram rökstudd beiðni frá foreldrum um að aðgangur að upplýsingum verði jafnframt veittur með öðrum hætti, s.s. með tölvupósti, símleiðis eða bréfleiðis, skal starfsfólk skóla leitast við að verða við slíkum beiðnum, enda þjóni það hagsmunum og þörfum barnsins. Tillit skal tekið til eðlis og mikilvægis þeirra upplýsinga sem um ræðir hverju sinni og hvort sérþarfir barns eða sérstakar aðstæður kalli á að samskipti séu með tilteknum hætti.

b. Fyrirsögn á undan greininni orðast svo: Skráning og samskipti.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt 2. mgr. 18. gr. og 4. mgr. 27. gr. laga um grunnskóla, nr. 91/2008, og öðlast þegar gildi.

Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, 15. júní 2011.

Svandís Svavarsdóttir.

Karitas H. Gunnarsdóttir.

B deild - Útgáfud.: 4. júlí 2011