Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 374/2014

Nr. 374/2014 3. apríl 2014
AUGLÝSING
um deiliskipulag við Berserkseyri, frístundabyggð og flotbryggja, Grundarfjarðarbæ.

Berserkseyri.
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 hefur bæjarstjórn Grundarfjarðar samþykkt þann 13. mars 2014 tillögu að nýju deiliskipulagi við Berserkseyri, Grundarfjarðarbæ. Deiliskipulagið tekur til tveggja reita. Annar reiturinn gerir ráð fyrir lóðum undir frístundahús. Hinn reiturinn er niður við sjó og gerir ráð fyrir að þar verði heimilt að leggja flotbryggju og gera bílastæði.
Málsmeðferð var skv. 1. mgr. 42. gr. ofangreindra laga.
Uppdrættir hafa hlotið þá meðferð sem ofangreind lög mæla fyrr um.
Skipulagið öðlast þegar gildi.

Grundarfirði, 3. apríl 2014.

Sigurbjartur Loftsson, skipulags- og byggingarfulltrúi.

B deild - Útgáfud.: 22. apríl 2014