Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 76/2014

Nr. 76/2014 28. maí 2014
LÖG
um breytingu á tollalögum og lögum um vörugjald (staðgengdarvörur kúamjólkur).

FORSETI ÍSLANDS
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

I. KAFLI

Breyting á tollalögum, nr. 88/2005, með síðari breytingum.

1. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 22. kafla tollskrár í A-lið viðauka I við lögin:

  1. Tollur á vörum í eftirfarandi tollskrárnúmerum verður 0%: 2202.9031, 2202.9032, 2202. 9033, 2202.9034, 2202.9035, 2202.9036, 2202.9037, 2202.9039, 2202.9041, 2202.9042, 2202.9043, 2202.9044, 2202.9045, 2202.9046, 2202.9047, 2202.9049.
  2. Fyrirsögn undirliðarins 2202.9040 orðast svo: Drykkjarvörur úr hrísgrjónum, höfrum, hnetum og/eða möndlum.

II. KAFLI

Breyting á lögum um vörugjald, nr. 97/1987, með síðari breytingum.

2. gr.

    Af vörum í eftirtöldum tollskrárnúmerum í B-lið viðauka I við lögin verður magngjald 0 kr./l: 2202.9031, 2202.9032, 2202.9033, 2202.9034, 2202.9035, 2202.9036, 2202.9037, 2202.9039, 2202.9041, 2202.9042, 2202.9043, 2202.9044, 2202.9045, 2202.9046, 2202. 9047, 2202.9049.

3. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2014.

Gjört á Bessastöðum, 28. maí 2014.

Ólafur Ragnar Grímsson.
(L. S.)

Bjarni Benediktsson.

A deild - Útgáfud.: 6. júní 2014