Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 751/2007

Nr. 751/2007 30. júlí 2007
REGLUGERÐ
um takmarkanir á hávaða frá þotum sem fljúga undir hljóðhraða í almenningsflugi.

1. gr.

Markmið og gildissvið.

Markmiðið með reglugerð þessari er að setja takmarkanir á hávaða frá þotum sem fljúga undir hljóðhraða í almenningsflugi, sbr. 2. mgr. þessarar greinar.

Reglugerð þessi tekur til flugvéla ef hámarksflugtaksmassi þeirra við flugtak er yfir 34.000 kg eða meira eða ef viðurkennd innrétting fyrir þá flugvélategund leyfir fleiri en 19 farþegasæti, að undanskildum fráteknum sætum fyrir áhöfnina.

2. gr.

Takmarkanir á hávaða.

Allar þotur í almenningsflugi sem fljúga undir hljóðhraða, skv. 2. mgr. 1. gr., sem starfræktar eru á flugvöllum á Íslandi skulu uppfylla kröfur 1. bindis, 3. kafla, II. hluta viðauka 16 við Chicago-samninginn 2. útgáfa (1988) sem ber titilinn Hávaði frá flugvélum (Aircraft noise).

3. gr.

Undanþágur.

Flugmálastjórn Íslands er heimilt að veita undanþágu frá skilyrði 2. gr. fyrir flugvélar sem hafa sögulegt gildi.

Nú veitir Flugmálastjórn Íslands undanþágu skv. 2. mgr. og skal stofnun þá tilkynna aðildarríkjum innan Evrópska efnahagssvæðisins og Eftirlitsstofnun EFTA um undanþáguna og forsendur ákvörðunar sinnar.

Undanþágur sem veittar eru af aðildarríkjum innan Evrópska efnahagssvæðisins varðandi flugvélar sem skráðar eru í því ríki skulu njóta gagnkvæmrar viðurkenningar.

Í einstökum tilvikum getur Flugmálastjórn Íslands heimilað fyrir tímabundna starfrækslu notkun flugvélar sem ekki uppfyllir kröfur 2. gr. Þessi undanþága skal bundin við:

a. flugvélar sem starfræktar eru á svo óalgengan hátt að óréttmætt væri að synja um tímabundna undanþágu;

b. flugvélar sem flogið er tekjulaust til breytinga, viðgerða eða viðhalds.

4. gr.

Viðurlög.

Brot gegn reglugerð þessari varða refsingu samkvæmt 141. gr. laga nr. 60/1998 um loftferðir með síðari breytingum.

5. gr.

Innleiðing.

Með reglugerð þessari öðlast gildi hér á landi, með þeim breytingum og viðbótum sem leiða af XIII. viðauka EES-samningsins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans, tilskipun 2006/93/EB frá 12. desember 2006 um reglur um starfrækslu flugvéla sem falla undir 1. bindi, II. hluta, 3. kafla 16. viðauka við Chicagosamninginn, 2. útgáfu (1988), sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 53/2007.

6. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í d-lið 2. mgr. 20. gr. sbr. 7. mgr. 28. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum og öðlast þegar gildi. Samhliða fellur úr gildi reglugerð um takmarkanir á hávaða frá þotum sem fljúga undir hljóðhraða í almenningsflugi nr. 490/1999.

Samgönguráðuneytinu, 30. júlí 2007.

Kristján L. Möller.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

B deild - Útgáfud.: 20. ágúst 2007