1. gr. 1. töluliður undir bókstafslið A í I. lið töluliðar 3.2 í 3. gr. breytist og orðast svo: Lektorar og dósentar í fullu starfi með færri en 10 rannsóknastig á undangengnu ári eða að meðaltali síðustu þrjú eða fimm ár fá hlutfallslega aukningu í kennsluskyldu sbr. töflu A. Prófessorar í fullu starfi með færri en 10 rannsóknastig á undangengnu ári eða að meðaltali síðustu þrjú eða fimm ár fá hlutfallslega aukningu í kennsluskyldu sbr. töflu B. Aðjúnktar í fullu starfi með færri en 7 rannsóknastig á undangengnu ári eða að meðaltali síðustu þrjú eða fimm ár fá á sama hátt hlutfallslega aukningu í kennsluskyldu sbr. töflu C. 2. gr. Reglur þessar, sem háskólaráð Háskóla Íslands hefur samþykkt, eru settar samkvæmt heimild í 5. mgr. 15. gr. laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla. Reglurnar öðlast þegar gildi. Háskóla Íslands, 11. mars 2015. Kristín Ingólfsdóttir. Þórður Kristinsson. |