Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 70/2011

Nr. 70/2011 27. janúar 2011
GJALDSKRÁ
fyrir hreindýraveiðileyfi.

1. gr.

Gjald fyrir hreindýraveiðileyfi.

Umhverfisstofnun innheimtir gjald fyrir úthlutun hreindýraveiðileyfa.

Gjaldið skal vera:

Upphæð kr.

a.

Fyrir tarf á svæðum 1 og 2

140.000  

b.

Fyrir tarf á svæðum 3 til 9

100.000  

c.

Fyrir kýr á svæði 1 og 2

80.000  

d.

Fyrir kýr á svæðum 3 til 9

55.000  

2. gr.

Gildistaka og lagastoð.

Gjaldskrá þessi er sett samkvæmt heimild í 3. mgr. 14. gr. laga nr. 64/1994, um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Gjaldskráin gildir vegna hreindýraveiðileyfa og öðlast þegar gildi.

Umhverfisráðuneytinu, 27. janúar 2011.

F. h. r.

Magnús Jóhannesson.

Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir.

B deild - Útgáfud.: 28. janúar 2011