1. gr. Gjaldskrá þessi gildir um eftirlit með einstökum eftirlitsskyldum aðilum sem gert er að greiða samkvæmt reikningi fyrir nauðsynlegt umframeftirlit, sbr. 7. gr. laga nr. 99/1999 um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Með eftirlitsskyldum aðilum er átt við aðila sem taldir eru upp í 5. gr. nefndra laga nr. 99/1999. 2. gr. Fjármálaeftirlitið tilkynnir eftirlitsskyldum aðila um ákvörðun skv. 7. gr. laga nr. 99/1999. 3. gr. Fyrir vinnu starfsmanna Fjármálaeftirlitsins við umframeftirlit skal greiða tímagjald sem nemur kr. 9.000. 4. gr. Greiða skal útlagðan kostnað vegna umframeftirlits, s.s. aðkeypta sérfræðiaðstoð og ferðakostnað. 5. gr. Gjaldskrá þessi er samþykkt af stjórn Fjármálaeftirlitsins, sbr. áðurnefnda 7. gr. laga nr. 99/1999 og öðlast gildi við birtingu. Fjármálaeftirlitinu, 28. júní 2006. Jónas Fr. Jónsson. Helgi Þórsson. |