FORSETI ÍSLANDS gjörir kunnugt: Samkvæmt tillögu forsætisráðherra og með skírskotun til 15. gr. stjórnarskrárinnar, laga um Stjórnarráð Íslands og forsetaúrskurðar um skiptingu Stjórnarráðs Íslands í ráðuneyti, er störfum þannig skipt með ráðherrum: Jóhanna Sigurðardóttir fer með forsætisráðuneytið. Steingrímur J. Sigfússon fer með atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. Össur Skarphéðinsson fer með utanríkisráðuneytið. Katrín Jakobsdóttir fer með mennta- og menningarmálaráðuneytið. Svandís Svavarsdóttir fer með umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Ögmundur Jónasson fer með innanríkisráðuneytið. Guðbjartur Hannesson fer með velferðarráðuneytið. Oddný G. Harðardóttir fer með fjármála- og efnahagsráðuneytið. Úrskurður þessi öðlast gildi 1. september 2012. Frá sama tíma falla úr gildi eldri ákvæði um skiptingu starfa ráðherra. Gjört á Bessastöðum, 30. ágúst 2012. Ólafur Ragnar Grímsson. (L. S.) Jóhanna Sigurðardóttir. |