1. gr. Eftirfarandi breytingar verða á 55. gr.: Í stað orðanna „Master of Library and Information Science“ í upptalningu lærdómstitla í tölulið 2.1 í 1. mgr. kemur: Master of Information Science. Í stað skammstöfunarinnar „MLIS“ í sama tölulið 1. mgr. kemur: MIS.
2. gr. Eftirfarandi breytingar verða á 84. gr.: Í stað orðanna „MLIS (Master of Library and Information Science)“ í 1. málslið 14. mgr. kemur: MIS (Master of Information Science). Í stað skammstöfunarinnar „MLIS-nám“ í lok 2. málsliðar 25. mgr. kemur: MIS-nám.
3. gr. Eftirfarandi breytingar verða á 101. gr.: Á eftir staflið e í upptalningu kennslugreina í 1. mgr. bætist inn nýr stafliður, f-liður, og verður því núverandi stafliður f að staflið g. Nýr stafliður f hljóðar svo: Til meistaraprófs, MS-prófs, í geislafræði, lífeindafræði og sjúkraþjálfun. Í stað orðanna „nám til BS-prófs í sjúkraþjálfun jafngildir 240 einingum“ í 1. málslið 7. mgr. kemur: nám til BS-prófs í sjúkraþjálfun jafngildir 180 einingum. Í stað orðanna „fullnaðarprófi í sjúkraþjálfun“ í 3. málslið 7. mgr. kemur: BS-prófi í sjúkraþjálfun. Á eftir 3. málslið 7. mgr. bætist við nýr málsliður, svohljóðandi: Að loknu BS-prófi í sjúkraþjálfun tekur við 120 eininga nám til MS-prófs. Á eftir orðunum „líf- og læknavísindum“ í lok 8. mgr. bætast við þessi orð: geislafræði, lífeindafræði og sjúkraþjálfun. Í stað tölunnar „60“ í 4. málslið 9. mgr. kemur: 30.
4. gr. Eftirfarandi breytingar verða á 102. gr.: 3. málsliður 6. mgr. orðast svo: Kennslu í sjúkraþjálfun skal haga þannig að unnt sé að ljúka námi til BS-prófs á þremur árum en heildarnámstími má ekki vera lengri en fjögur ár. Á eftir 3. málslið 6. mgr. bætist við nýr málsliður, svohljóðandi: Að því námi loknu tekur við 120 eininga nám til MS-prófs en heildarnámstími má ekki vera lengri en þrjú ár. 1. málsliður 8. mgr. orðast svo: Læknadeild, í samvinnu við heilbrigðisstofnanir, stendur fyrir framhaldsmenntun læknakandídata og sjúkraþjálfara, eftir því sem fjárveitingar og aðrar aðstæður leyfa.
5. gr. Eftirfarandi breytingar verða á 119. gr.: Við upptalningu kennslugreina til M.Ed.-prófs í b-lið 1. mgr., á eftir orðinu leikskólakennarafræði, bætist: menntunarfræði leikskóla. 17. mgr. breytist og orðast svo: Diplómanám í leikskólafræðum er sjálfstætt 120 eininga grunnnám.
6. gr. Eftirfarandi breytingar verða á 121. gr.: Við upptalningu kennslugreina til MA-prófs í b-lið 1. mgr., á eftir orðunum „forvarnir og lífssýn“, bætist: foreldrafræðsla og uppeldisráðgjöf. Fremst í upptalningu kennslugreina til M.Ed.-prófs í c-lið 1. mgr. bætist: Foreldrafræðsla og uppeldisráðgjöf. 2. mgr. breytist og orðast svo: Uppeldis- og menntunarfræðideild er skipað í þrjár námsbrautir, sbr. ákvæði 21. gr. þessara reglna: Námsbraut í menntastjórnun og matsfræði, námsbraut í menntunarfræði og margbreytileika og námsbraut í sálfræði í uppeldis- og menntavísindum.
7. gr. Eftirfarandi breytingar verða á 132. gr.: Aftast í a-lið 1. mgr. 132. gr. bætast við þessi orð: og verkfræðilegrar eðlisfræði í samstarfi við aðrar deildir verkfræði- og náttúruvísindasviðs. Aftast í b-lið 1. mgr. 132. gr. bætast við þessi orð: auk verkfræðilegrar eðlisfræði í samstarfi við aðrar deildir verkfræði- og náttúruvísindasviðs.
8. gr. Reglur þessar, sem samþykktar hafa verið í háskólaráði Háskóla Íslands, eru settar á grundvelli laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla og öðlast þegar gildi. Háskóla Íslands, 22. janúar 2014. Kristín Ingólfsdóttir. Þórður Kristinsson. |