Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1220/2014

Nr. 1220/2014 19. desember 2014
REGLUGERÐ
um orlofs- og desemberuppbætur til lífeyrisþega árið 2015.

1. gr.

Orlofs- og desemberuppbætur.

Á fjárhæð tekjutryggingar skv. 22. gr. laga nr. 100/2007, um almannatryggingar, með síðari breytingum, og fjárhæð heimilisuppbótar skv. 8. gr. laga nr. 99/2007, um félags­lega aðstoð, með síðari breytingum, skal greiða uppbætur á árinu 2015.

2. gr.

Orlofsuppbót.

Í júlí skal greiða 20% uppbót á fjárhæðir skv. 1. gr. sem reiknast miðað við 1/12 af greiðslurétti lífeyrisþega síðustu 12 mánuði fyrir greiðslu uppbótarinnar.

3. gr.

Desemberuppbót.

Í desember skal greiða 30% uppbót á fjárhæðir skv. 1. gr. sem reiknast miðað við 1/12 af greiðslurétti lífeyrisþega á árinu 2015.

4. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 70. gr., sbr. 69. gr., laga nr. 100/2007, um almannatryggingar, með síðari breytingum, og 14. gr. laga nr. 99/2007, um félagslega aðstoð, með síðari breytingum, öðlast gildi 1. janúar 2015. Frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð nr. 1218/2013, um orlofs- og desemberuppbætur til lífeyrisþega árið 2014.

 

Velferðarráðuneytinu, 19. desember 2014.

Eygló Harðardóttir
félags- og húsnæðismálaráðherra.

Hanna Sigr. Gunnsteinsdóttir.

B deild - Útgáfud.: 30. desember 2014