1. gr.
Sveitarfélög skulu skila eftirfarandi upplýsingum og greinargerðum með rafrænum hætti í miðlægan gagnagrunn hjá Hagstofu Íslands á formi sem Hagstofan ákveður í samráði við reikningsskila- og upplýsinganefnd.
a. Ársfjórðungsleg staða.
Upplýsingum úr bókhaldi og reikningsskilum, sbr. 3. mgr. 58. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998, sbr. síðari breytingar. Umbeðnum upplýsingum skal skila eigi síðar en 50 dögum eftir lok hvers tímabils.
b. Þriggja ára áætlun.
Þriggja ára áætlun, skv. 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998, með síðari breytingum.
c. Fjárhagsáætlun næsta árs.
Fjárhagsáætlun, skv. 61. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998 með síðari breytingum.
Ef fjárhagsáætlun er afgreidd með neikvæðri afkomu rekstrar skal senda í gagnagrunn Hagstofunnar, greinargerð um ástæður þess og hvernig sveitarstjórn hyggst bregðast við til að ná jafnvægi í rekstri á næstu tveim árum eftir áætlunarárið.
d. Ársreikningur.
Ársreikning skv. 72. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998 með síðari breytingum, en hann skal jafnframt senda sem viðhengi í tölvupósti með öllu sem fylgir og fylgja ber. Það sama gildir um endurskoðunarskýrslu og skriflegar athugasemdir kjörinna skoðunarmanna.
Sveitarfélögum ber að tilnefna einn starfsmann sveitarfélagsins sem tengilið varðandi skil úr bókhaldi og reikningsskilum sveitarfélagsins. Ráðuneyti sveitarstjórnarmála heldur skrá með nöfnum tengiliða. Ef enginn er tilnefndur er framkvæmdastjóri sveitarfélagsins tengiliður.
2. gr.