1. gr. 8. gr. fellur brott. 2. gr. 10. gr. orðast svo: Gæðaeftirlitsmenn skulu í störfum sínum m.a. styðjast við gátlista sem birtir eru í fylgiskjali með reglum þessum eftir því sem við á og taka saman skýrslu um niðurstöður sínar. Þeir skulu afhenda skýrsluna þeim aðila sem eftirlitið beinist að innan tíu daga frá því að gagnaöflun lauk. Sá sem eftirlitið beinist að skal staðfesta móttöku skýrslunnar og gefst þá jafnframt kostur á að koma á framfæri innan tíu daga athugasemdum, sem gæðaeftirlitsmenn taka afstöðu til. Athugasemdir sem berast verða, ásamt umsögn gæðaeftirlitsmanna, hluti af eftirlitsskýrslunni. Endanleg skýrsla skal liggja fyrir tíu dögum síðar. Gæðaeftirlitsskýrslur skulu útbúnar með þeim hætti að nafnleyndar sé gætt. Sá sem eftirlitið beinist að fær afrit af endanlegri skýrslu. 3. gr. 11. gr. orðast svo: Félag löggiltra endurskoðenda skal taka saman niðurstöður að loknu gæðaeftirliti og afhenda endurskoðendaráði eins fljótt og auðið er, eigi síðar en 30. nóvember ár hvert. Efni eftirlitsskýrslu er trúnaðarmál. 4. gr. Reglur þessar, sem eru settar samkvæmt heimild í lögum nr. 79/2008 um endurskoðendur, með síðari breytingum, öðlast gildi 1. september 2014. Endurskoðendaráði, 26. ágúst 2014. Áslaug Árnadóttir. | Hildur Árnadóttir. | Jóhann Unnsteinsson. |
| Pálína Árnadóttir. | Þórður Reynisson. |
|