Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 305/2014

Nr. 305/2014 17. mars 2014
GJALDSKRÁ
Sjúkratrygginga Íslands, fyrir tannlækningar sem ekki hefur verið samið um skv. IV. kafla laga nr. 112/2008, um sjúkratryggingar.

1. gr.

Sjúkratryggingar Íslands endurgreiða, að hluta eða öllu leyti, kostnað samkvæmt gjald­skrá þessari vegna þeirra tannlækninga, þ.m.t. tannréttinga, sem sjúkratryggingar taka þátt í samkvæmt reglugerð nr. 451/2013, um þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði við tannlækningar, og þeirra tannlækninga sem slysatryggingar taka þátt í skv. IV. kafla laga nr. 100/2007, um almannatryggingar, enda hafi ekki verið um þær samið skv. IV. kafla laga nr. 112/2008, um sjúkratryggingar.

2. gr.

Sjúkratryggingar Íslands endurgreiða kostnað vegna tannlækninga, sbr. 4. gr., í þeim hlutföllum sem tilgreind eru í reglugerð um þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði við tannlækningar, d-lið 1. mgr. 32. gr. laga nr. 100/2007, um almannatryggingar, og reglu­gerð nr. 541/2002, um endurgreiðslu slysatrygginga á nauðsynlegum kostnaði vegna sjúkrahjálpar. Skilyrði er að framvísað sé reikningum vegna viðkomandi með­ferðar sem eru jafnháir eða hærri en samsvarar endurgreiðslum samkvæmt gjald­skrá þessari. Ef reikningur er lægri skal endurgreiðslan reiknuð af verði tannlæknis á sama hátt.

3. gr.

Endurgreiðsla Sjúkratrygginga Íslands vegna fastra tanngerva og tannplanta framan við endajaxla, sbr. 3. mgr. 8. gr. reglugerðar um þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði við tannlækningar miðast við kostnað allt að kr. 80.000 á hverju tólf mánaða tímabili, enda hafi meðferðin farið fram á sama tímabili. Þannig er endurgreiðsla vegna einstaklings sem ekki fær tekjutryggingu, sbr. 4. tl. 6. gr. reglugerðarinnar, allt að kr. 40.000, vegna einstaklings sem fær tekjutryggingu, sbr. 3. tl. 6. gr., allt að kr. 60.000 og vegna ein­staklings sem er langsjúkur á sjúkrahúsi, hjúkrunarheimili eða hjúkrunarrými, sbr. 1. tl. 6. gr., allt að kr. 80.000.

Endurgreiðsla á umtalsverðum tannlækniskostnaði vegna alvarlegra afleiðinga með­fæddra galla, slysa og sjúkdóma, sbr. 13. gr. reglugerðar um þátttöku sjúkra­trygginga í kostnaði við tannlækningar, takmarkast við 75% eigin kostnaðar umfram kr. 40.000 á hverju almanaksári.

4. gr.

Gjaldskrá:

Gjald-númer

Heiti verks

Tannlækningar barna, yngri en 18 ára, skv. 1. og 2. tl. 6. gr. rg. nr. 451/2013, sem SÍ hafa ekki gert samning um

Aðrar tannlækningar skv. rg. nr. 451/2013, sem SÍ hafa ekki gert samning um

 

Tannlækningar aðrar en tannréttingar:

Verð kr.

Verð kr.

 

Skoðun

 

 

001

Viðtal

2.670

1.780

002

Bráðahjálp

2.670

1.780

003

Skoðun nýs sjúklings

3.990

2.660

004

Áfangaeftirlit

2.670

1.780

005

Tilvísun

1.320

880

006

Umsókn eða áverkavottorð til Sjúkratrygginga Íslands

2.150

1.430

007

Greinargerð að ósk Sjúkratrygginga Íslands

4.280

2.850

011

Tannrótarmynd

1.530

1.020

012

Bitmynd

1.530

1.020

013

Heildarröntgen, fullorðinstennur, a.m.k. 10 smámyndir

 

7.590

018

Röntgenstórmynd (OPG o.þ.h.)

3.060

2.040

024

Ljósmynd

435

290

030

Yfirborðsdeyfing

630

420

031

Ísíunardeyfing

930

620

032

Svæðisdeyfing

1.560

1.040

035

Glaðloft og sefjun með lyfjagjöf

2.670

1.780

040

Aðlögunarmeðferð

2.670

1.780

041

Meðhöndlun á tannlæknisfælni

12.600

12.626

052

Vefjasýni úr mjúkvef, sjálfstæð aðgerð

6.660

4.440

053

Vefjasýni úr yfirborði beinvefs, sjálfstæð aðgerð

6.660

4.440

054

Vefjasýni úr mjúkvef tekið samfara aðgerð

6.660

4.440

055

Vefjasýni úr beini tekið samfara aðgerð

6.660

4.440

056

Munnvatnsmæling og rannsókn með greinargerð til SÍ

16.010

10.670

060

Vitjun/bráðaútkall

5.340

3.560

090

Meðferð, skv. umsókn, sem ekki er talin annars staðar

 

 

 

 

 

 

 

Forvarnir

 

 

101

Fræðsla, leiðbeiningar

2.670

1.780

104

Tannsteinn, tannsýkla og litur fjarlægður af tönnum, hvor gómur

2.670

1.780

107

Gómglæra/lyfjahald

9.210

6.140

110

Flúormeðferð barna, báðir gómar

4.215

 

112

Flúormeðferð fullorðinna, hvor gómur

 

1.780

113

Meðhöndlun viðkvæmra tannhálsa, 1-4 tennur

2.670

1.780

114

Meðhöndlun viðkvæmra tannhálsa, fleiri en 4 tennur

4.005

2.670

115

Skorufylla, fyrsta tönn

3.495

 

116

Skorufylla, viðbótartönn í sama munnfjórðungi

2.850

 

117

Forvarnarfylling eða vegna glerungseyðingar

5.085

 

118

Flúormeðferð áhættubarna, báðir gómar

4.215

 

190

Meðferð, skv. umsókn, sem ekki er talin annars staðar

 

 

 

 

 

 

 

Fyllingar

 

 

201

Tannlit fylling, 1 flötur

8.085

5.390

212

Tannlit fylling, 2 fletir

12.275

6.850

213

Tannlit fylling, 3 fletir

11.190

7.460

214

Tannlit fylling, 4 eða fleiri fletir

12.045

8.030

231

Silfurblendisfylling, 1 flötur

7.785

5.190

232

Silfurblendisfylling, 2 fletir

10.275

6.850

233

Silfurblendisfylling, 3 fletir

11.190

7.460

235

Silfurblendisfylling, 4 eða fleiri fletir

12.045

8.030

241

Bithækkun með plasti, hver jaxl

7.640

5.090

245

Bráðabirgðafylling

2.850

1.900

250

Rýmishaldari

5.340

 

251

Spelkun tanna

 

3.560

255

Bráðabirgðatönn fest í skarð

14.730

9.820

256

Tannbeinsstifti (parapúlpapinni)

2670

1.780

257

Staðlað rótarstifti úr málmi, trefjaplasti eða keramik

3.255

2.170

258

Stál- eða plastkróna

9.570

6.380

259

Bráðabirgðakróna/-brú á tannplanta í tannstæðum 13-23

 

10.510

260

Gúmmídúkur

930

620

290

Meðferð, skv. umsókn, sem ekki er talin annars staðar

 

 

 

 

 

 

 

Rótfyllingar

 

 

301

Kvikuþekja

8.010

5.340

306

Kvika barnatannar fjarlægð og felld (formocresol)

12.000

8.000

308

Rótarendaörvun með CA(OH)2

9.330

 

311

Kvikunám, 1 gangur

9.330

6.220

312

Kvikunám, 2 gangar í sömu tönn

10.665

7.110

313

Kvikunám, 3 gangar í sömu tönn

14.670

9.780

314

Kvikunám, 4 eða fleiri gangar í sömu tönn

18.630

12.450

315

Útvíkkun, 1 rótargangur

6.600

4.440

316

Útvíkkun, 2 rótargangar

8.010

5.340

317

Útvíkkun, 3 rótargangar

10.665

7.110

318

Útvíkkun, 4 eða fleiri rótargangar

13.440

9.780

319

Gömul rótfylling fjarlægð og útvíkkun, hver gangur

 

3.560

320

Rótfylling, 1 gangur

9.330

6.220

321

Rótfylling, 2 gangar í sömu tönn

10.665

7.110

322

Rótfylling, 3 gangar í sömu tönn

14.670

9.780

323

Rótfylling, 4 eða fleiri gangar í sömu tönn

12.450

12.450

325

Kvikunám, útvíkkun og rótfylling í einni setu, 1 gangur

14.670

9.780

326

Kvikunám, útvíkkun og rótfylling í einni setu, 2 gangar í sömu tönn

18.675

12.450

327

Kvikunám, útvíkkun og rótfylling í einni setu, 3 gangar í sömu tönn

24.015

16.010

328

Kvikunám, útvíkkun og rótfylling í einni setu, 4 eða fleiri gangar

30.740

17.790

330

Tönn lýst innan frá, fyrsta heimsókn

 

3.690

331

Tönn lýst innan frá, milliheimsókn

 

3.690

390

Meðferð, skv. umsókn, sem ekki er talin annars staðar

 

 

 

 

 

 

 

Tannvegslækningar

 

 

401

Pokamæling, skráning og greining, hvor gómur

 

3.560

402

Endurmat að lokinni hreinsun eða tannholdsaðgerðum

 

3.560

406

Djúphreinsun og rótarheflun tanna með ≥ 5 mm poka, fjórðungur

 

8.890

420

Flipaaðgerð án beinmótunar og sambærilegar aðgerðir, fjórðungur

 

29.430

422

Flipaaðgerð, ein tönn og aðrar sambærilegar minniháttar aðgerðir

 

8.890

427

Tannholdsskurður, fleiri en 4 tennur

19.500

13.000

428

Tannholdsskurður, 1-4 tennur

6.660

4.440

431

Krónulenging, fyrsta tönn

17.090

11.390

432

Krónulenging, viðbótartönn

5.340

3.560

453

Tannholdsgræðlingur

 

15.700

457

Beinmótun, fjórðungur munns

 

4.990

490

Meðferð, skv. umsókn, sem ekki er talin annars staðar

 

 

 

 

 

 

 

Munn- og kjálkaskurðlækningar

 

 

500

Hæg tönn eða rót dregin, hver tönn

3.345

2.230

501

Úrdráttur tannar eða rótar

6.660

4.440

502

Hæg tönn eða rót dregin, viðbótartönn

2.670

1.780

503

Úrdráttur tannar eða rótar, viðbótartönn

5.115

3.410

504

Uppkomin tönn klofin og fjarlægð

11.870

7.910

507

Tanndeiling og brottnám rótar samhliða flipaaðgerð

6.660

4.440

510

Tönn, uppkomin að fullu eða hluta, fjarlægð með skurðaðgerð

16.010

10.670

511

Tönn, beinlæg að hluta, fjarlægð með skurðaðgerð

16.010

10.670

512

Tönn, beinlæg að fullu, fjarlægð með skurðaðgerð

16.010

10.670

513

Beinlæg tönn fjarlægð í flókinni skurðaðgerð

16.010

10.670

524

Opnað inn á beinlæga tönn

 

10.300

525

Opnað inn á beinlæga tönn og tanntylla límd á hana

 

12.450

526

Rótarendaaðgerð (rótarstytting)

21.350

14.230

528

Fylling í rótarenda samfara aðgerð #526

7.790

5.190

530

Tönn ígrædd og spengd eftir brottfall vegna áverka

21.230

14.230

531

Tönn ígrædd og spengd eftir brottfall, viðbótartönn

5.340

3.560

532

Tönn rétt og spengd eftir los vegna áverka

19.200

12.800

533

Tönn rétt og spengd eftir los vegna áverka, viðbótartönn

5.340

3.560

534

Eftirmeðferð vegna tannáverka

2.670

1.780

535

Gert að áverkum á mjúkvefi

8.010

5.340

536

Tannkími plantað í nýtt tannstæði

21.350

14.230

537

Nýtt tannstæði útbúið

0

0

538

Aðskotahlutur fjarlægður úr mjúkvef

8.010

5.340

539

Aðskotahlutur fjarlægður úr beini

12.000

8.000

542

Aðgerð á tunguhafti

10.670

7.110

543

Aðgerð á vararhafti

10.670

7.110

545

Beinaðgerðir (torus- eða tuberaðgerðir og aðrar sambærilegar)

 

12.450

550

Lítið mein fjarlægt úr mjúkvef

12.000

8.000

551

Stórt mein fjarlægt úr mjúkvef

18.000

12.000

552

Mein fjarlægt úr mjúkvef, flókin aðgerð

23.420

15.490

553

Lítið belgmein fjarlægt úr beini

23.420

15.490

554

Opnað á belgmein og dreni komið fyrir

23.420

15.490

556

Lítið æxli fjarlægt úr beini

23.420

15.490

557

Tannplanti, fyrsti

 

62.400

558

Tannplanti, viðbótarplanti á sama aðgerðarsvæði

 

31.200

559

Nekrótískt bein fjarlægt

19.500

13.000

560

Stórt belgmein fjarlægt úr beini

30.720

20.480

561

Stórt æxli fjarlægt úr beini

30.720

20.480

562

Æxli fjarlægt úr beini, flókin skurðaðgerð

50.280

33.520

567

Kragaaðgerð við tannplanta í tannstæðum 13-23

 

5.340

568

Kragaaðgerð við tannplanta í tannstæðum 13-23, viðbótarplanti

 

2.670

570

Vefur saumaður

3.345

2.230

576

Meðferð fyrir og eftir kjálkafærsluaðgerð

 

26.680

580

Skorið á kýli

5.340

3.560

588

Beinrækt samfara plantaísetningu

 

7.600

589

Beinrækt, sér aðgerð

 

22.630

590

Meðferð, skv. umsókn, sem ekki er talin annars staðar

 

 

 

 

 

 

 

Krónu- og brúargerð

 

 

614

Steypt keramikskel eða eðalmálmkróna

 

50.020

632

Stiftishetta undir ásetugóm

 

31.200

650

Stiftisuppbygging, köstuð

 

12.480

655

Milli- eða svifliður í brú

 

30.780

660

Ætufest brú

41.490 

27.660

680

Plantakróna

 

50.020

690

Meðferð, skv. umsókn, sem ekki er talin annars staðar

 

 

 

 

 

 

 

Heilgóma- og partagerð

 

 

701

Stakur heilgómur

 

57.200

702

Heilgómasett

 

113.150

703

Sáragómur

 

62.400

704

Ásetugómur

 

62.400

711

Bráðabirgðapartur með 1-3 tönnum

37.590

25.060

712

Bráðabirgðapartur með fleiri en 3 tönnum

45.710

30.470

713

Stálpartur með einni eða fleiri tönnum

 

83.200

715

Heilgómur á tannplanta

 

109.200

716

Heilgómasett á tannplanta í báðum gómum

 

171.600

721

Fóðrun góms eða parts (relining)

 

21.630

722

Fóðrun góms eða parts (rebasing)

 

24.960

723

Bráðabirgðafóðrun góms

 

7.110

729

Stækkun á plastparti um eina eða fleiri tennur

 

9.330

731

Stækkun á stálparti um eina eða fleiri tennur

 

9.330

736

Viðgerð á stálparti

 

11.390

740

Fóðrun plantagóms

 

28.590

742

Laus tanngervi merkt með kennitölu

 

3.560

744

Lagfæringar á lausum tanngervum vegna særinda í slímhúð

 

1.780

760

Lagfæring á stoðtækjum og lausum tanngervum úr plasti

 

9.330

790

Meðferð, skv. umsókn, sem ekki er talin annars staðar

 

 

 

 

 

 

 

Bitlækningar og bittæki

 

 

921

Gnístursplata, bithækkunarplata

18.405

12.270

922

Hörð bitspelka

42.120

28.080

923

Mjúk bithlíf

18.410

12.270

926

Bitslípun

3.990

2.660

932

Þvingunar- eða krossbitsplata

42.120

28.080

 

Gjald-númer

Heiti verks

 

Aðrar tannlækningar skv. rg. nr. 451/2013, sem SÍ hafa ekki gert samning um

 

Tannréttingar: 

Verð kr.

801

Viðtal

 

1.780

802

Fræðsla

 

1.780

803

Fyrsta skoðun

 

2.660

804

Áfangaeftirlit

 

1.780

806

Umsókn

 

1.430

807

Greinargerð að ósk SÍ

 

2.850

811

Bitmódel, slípað í bit

 

5.580

812

Módelgreining

 

4.940

813

Röntgen- eða vaxtargreining

 

6.300

814

Handarröntgenmynd

 

2.040

815

Aðskilnaður tanna

 

1.360

816

Röntgensmámynd

 

1.020

817

Prófílröntgen/PA

 

2.040

818

Röntgenstórmynd (OPG o.þ.h.)

 

2.040

819

Heildarröntgen, a.m.k. 10 smámyndir

 

7.590

820

Stálband

 

2.230

821

Stálband á jaxl

 

3.180

824

Ljósmynd

 

290

825

Bogatylla

 

2.680

826

Viðbótarbogatylla

 

2.110

827

Hnappur, kló, krókur, auga

 

2.110

828

Rörtylla

 

2.680

829

Postulínsæting

 

1.360

830

Bogi (labial)

 

3.760

831

Eðalbogi

 

4.470

832

Stálkantbogi

 

5.450

833

Eðalkantbogi

 

6.560

834

Boglykkja, bogaþrep, bogakassi

 

610

835

Spunninn bogi

 

3.760

836

Hábogi

 

4.360

837

Innanbogi

 

5.700

838

Vararbogi í neðri góm

 

6.450

839

Skammbogi

 

2.720

840

Hálsbeisli

 

5.200

841

Hnakkabeisli með spora

 

5.360

842

Hátogsbeisli

 

5.900

843

Framtogsbeisli

 

11.160

844

Öryggislásar, -teygjur eða -púðar á beisli

 

2.230

845

Hökukappi

 

6.600

850

Teygjukeðja

 

1.130

851

Vírhnýti, hvor bogi

 

1.130

852

Teygjuhnýti, hvor bogi

 

610

853

Gormur

 

600

854

Krókur

 

610

855

Fjöður

 

1.360

856

Rennibogi

 

1.940

857

Snúningsfleygur

 

600

858

Frambitstæki (Herbst)

 

55.010

859

Bitspyrna

 

20.850

860

Vinnumódel

 

1.780

861

Gómplata

 

8.710

862

Plötukrókur

 

890

863

Plötuklemma

 

1.430

864

Plötubogi

 

2.440

865

Undirbitsbogi

 

2.650

866

Plötufjöður

 

1.740

867

Þanskrúfa

 

3.070

868

Blokk

 

24.130

871

Bogahersla

 

620

872

Bogastilling

 

2.680

873

Aðlögun á beisli, plötu eða þenslubúnaði

 

2.440

874

Viðgerð á plötu með plasti

 

2.590

875

Lóðning eða rafsuða

 

1.490

876

Rafhreinsun

 

900

877

Endurlíming

 

1.400

878

Hreinsun á lími

 

1.400

879

Breyting eða lagfæring á bandi

 

1.400

881

Brottnám fastra tækja, hvor gómur

 

1.490

882

Stoðbogi

 

6.190

884

Röspun

 

1.400

885

Bitslípun

 

1.400

886

Stoðbogi (óbein aðferð)

 

12.370

887

Skæni

 

6.190

888

Rýmishaldari

 

3.560

5. gr.

Fyrir meðferð, sem unnin er af viðurkenndum sérfræðingi í einhverri af eftirtöldum sérgreinum, er heimilt að endurgreiða allt að 20% hærra gjald, sbr. 4. gr., fyrir þau gjaldnúmer sem tiltekin eru við viðeigandi sérgrein hér að neðan:

Barnatannlækningar: Öll gjaldnúmer þegar sjúklingur er barn að aldri eða andlega þroskahamlaður.

Bitlækningar: # 001-040, 060, 101, 921-926.

Lyflækningar munnhols: # 001-060, 101, 580.

Munn- og kjálkaskurðlækningar: # 001-060, 101, 245, 250, 251, 301, 453, 457, 500-589.

Myndgreining munns og kjálka: # 001-018.

Samfélagstannlækningar: # 001-040, 060, 101-118.

Tann- og munngervalækningar: # 001-040, 060, 101, 250, 251, 257, 258, 614-680, 701-760, 921, 926.

Tannfylling og tannsjúkdómalækningar: # 001-040, 060, 101-118, 201-260, 301, 306, 614, 650, 660, 680.

Tannvegslækningar: # 001-052, 060, 101, 104, 251, 406-457, 542-555, 557, 558, 570, 580.

Tannholslækningar: # 001-040, 060, 101, 251, 301-331, 526, 528, 530-535, 538-539, 570, 580.

Tannréttingar: # 801-888.

Öldrunartannlækningar: Öll gjaldnúmer þegar tryggður sjúklingur er 67 ára eða eldri eða langsjúkur á sjúkrahúsi, hjúkrunarheimili eða hjúkrunarrými.

6. gr.

Sjúkratryggingar Íslands endurgreiða kostnað vegna tannlækninga, sbr. 4. gr., með eftirfarandi takmörkunum:

Skoðun.

001 Viðtal. Sjúklingur kemur í viðtal til tannlæknis. Farið yfir óskir og væntingar við­komandi, almenn heilsufarssaga og ástand munnhols rædd. Meðferðarmöguleikar ræddir. Greiðist mest einu sinni í hverri heimsókn og mest tvisvar á hverjum 12 mán­uðum.

002 Bráðahjálp. Heimsókn sjúklings vegna bráðatilviks. Greiðist mest þrisvar í hverri heimsókn.

003 Skoðun nýs sjúklings. Fyrsta koma sjúklings til viðkomandi tannlæknis. Nákvæm sjúkrasaga skráð og ástand munnhols metið og skráð. Greiðist mest einu sinni fyrir hvern nýjan sjúkling tannlæknis.

004 Áfangaeftirlit. Skráður sjúklingur kemur í reglubundið eftirlit. Við áfangaskoðun er fylgst með framvindu tannheilsu sjúklings og meðferðarþörf hans metin. Flokkun í áhættuhópa endurmetin. Greiðist mest einu sinni á hverjum 12 mánuðum.

005 Tilvísun. Tilvísun á tannlækni, lækni eða annan meðferðaraðila. Greiðist mest einu sinni í hverri heimsókn.

006 Umsókn eða áverkavottorð til Sjúkratrygginga Íslands. Greiðist mest einu sinni fyrir hverja samþykkta umsókn, tilkynningu um fæðingargalla eða móttekið áverkavottorð vegna slyss, sem er bótaskylt hjá SÍ.

007 Greinargerð að ósk SÍ. Greinargerð sem SÍ hefur óskað sérstaklega eftir um flókinn tannvanda tryggðs sjúklings. Greiðist mest einu sinni fyrir hverja móttekna greinargerð sem SÍ hafa óskað eftir vegna umsóknar sjúklings. Greiðist ekki vegna skýringa sem SÍ kunna að óska eftir vegna reikningsfærslna tannlæknis eða ófull­nægjandi upplýsinga í umsókn sjúklings.

011 Tannrótarmynd. Röntgenmynd, á stafrænu formi eða hefðbundna filmu, greining hennar og varðveisla með auðkenni sjúklings og tökudegi. Greiðist mest þrisvar á hverjum 12 mánuðum.

012 Röntgenbitmynd. Röntgenmynd, á stafrænu formi eða hefðbundna filmu, af tannkrónum annarrar hliðar tannboga, greining hennar og varðveisla með auðkenni sjúklings og tökudegi. Greiðist mest tvisvar á hverjum 12 mánuðum.

013 Heildarröntgen fullorðinstanna. Heildarröntgen. Intraoral röntgenstatus af fullorðnum með a.m.k. 10 rótar- og bitmyndum. Aðgerðin felur í sér röntgenmyndir á stafrænu formi eða hefðbundnar filmur, greiningu og varðveislu með auðkenni sjúklings og tökudegi. Greiðist mest einu sinni á hverjum 24 mánuðum.

018 Röntgenstórmynd (OPG o.þ.h.). Kjálkaliðsmynd, vangamynd höfuðs, breiðmynd (OPG) eða andlitsröntgenmynd, á stafrænu formi eða hefðbundna filmu, greining og varðveisla með auðkenni sjúklings og tökudegi. Greiðist mest einu sinni á hverjum 12 mánuðum.

024 Ljósmynd. Ljósmynd tekin á filmu eða stafrænu formi til greiningar og stað­festingar á ástandi sjúklings. Greiðist mest átta sinnum á hverjum 12 mánuðum.

030 Yfirborðsdeyfing. Yfirborðsdeyfiefni sett á svæði sem deyfa skal með ísíunar- eða svæðisdeyfingu. Greiðist mest einu sinni fyrir hvern fjórðung í hverri heimsókn. Greiðist aðeins ef greitt er fyrir aðra meðferð í sama fjórðungi í sömu heimsókn, enda sé deyfing ekki innifalin í þeirri meðferð.

031 Ísíunardeyfing. Greiðist mest einu sinni fyrir hvern fjórðung í hverri heimsókn. Greiðist aðeins ef greitt er fyrir aðra meðferð í sama fjórðungi í sömu heimsókn, enda sé deyfing ekki innifalin í þeirri meðferð.

032 Svæðisdeyfing. Greiðist mest einu sinni fyrir hvern fjórðung í hverri heimsókn. Greiðist aðeins ef greitt er fyrir aðra meðferð í sama fjórðungi í sömu heimsókn, enda sé deyfing ekki innifalin í þeirri meðferð.

035 Glaðloft og sefjun með lyfjagjöf. Slæving eða sefjun sjúklings með glaðlofti eða lyfjagjöf. Greiðist aðeins fyrir börn og andlega þroskahamlaða og aðeins einu sinni í hverri heimsókn.

040 Aðlögunarmeðferð. Fortölur sjúklinga með mikla tannlæknafælni. Greiðist aðeins fyrir börn og andlega þroskahamlaða og aðeins einu sinni í hverri heimsókn.

041 Meðhöndlun á tannlæknisfælni. Unnið með tannlæknisfælni einstaklings með aðferðum eins og kerfisbundinni aðlögun, hugrænni atferlismeðferð eða annarri sam­bæri­legri meðferð. Greiðist aðeins fyrir börn og andlega þroskahamlaða. Greiðist ekki með öðrum aðgerðaliðum í sömu heimsókn. Greiðist mest þrisvar fyrir hvern einstak­ling.

052-055 Vefjasýni og aðrar rannsóknir. Vefjasýni úr mjúkvef eða beini, smit­strokur, munnvatnssýni og þvíumlíkt. Greiðist aðeins einu sinni í hverri heimsókn (endurgreiðslureglur vantaði).

056 Munnvatnsmæling vegna tannátu eða glerungseyðingar. Mælt er örvað og óörvað munnvatnsflæði, sýrustig munnvatns og stuðpúðavirkni þess, tannátubakteríur og sveppir taldir. Greiðist aðeins að undangenginni samþykkt á umsókn frá sérfræðingi sem SÍ hafa samið við um munnvatnsmælingar.

060 Vitjun/bráðaútkall. Bráðaútkall utan vinnutíma tannlæknis eða vitjun til óferða­færs sjúklings, heima eða á stofnun. Greiðist mest einu sinni fyrir hverja vitjun eða útkall.

Forvarnir.

Fara skal eftir klínískum leiðbeiningum frá landlæknisembættinu og SIGN varðandi flokkun einstaklinga í áhættuhópa vegna tannátu.

101 Fræðsla, leiðbeiningar. Sjúklingur fræddur um ástand munnhols og leiðbeint um tannhirðu, lífsvenjur, val og notkun tannhreinsitækja. Greiðist mest einu sinni á hverjum 12 mánuðum. Greiðist ekki samfara gjaldskrárnúmerum 701-716, 921 eða 922.

104 Tannsteinn, tannsýkla og litur fjarlægður af tönnum, hvor gómur. Tann­sýkla hreinsuð af tönnum. Tannsteinn fjarlægður og tennur pússaðar. Greiðist mest tvisvar í hverri heimsókn og mest fjórum sinnum á hverjum 12 mánuðum. Greiðist hvorki með gjaldskrárnúmeri 110 né 118.

107 Lyfjahald. Þunnri plastglæru, gerðri á afsteypu af tönnum sjúklings, komið fyrir í munni til að halda lyfi að tönnum eða slímhúð. Aðgerðin felur í sér máttöku, mátun, aðlögun og lokafrágang. Greiðist mest einu sinni fyrir hvorn góm á hverjum 24 mán­uðum. Verkið skal skrá á svæði 01 fyrir efri góm eða 02 ef lyfjahald er fyrir neðri góm.

110 Flúormeðferð barna, báðir gómar. Tannsýkla fjarlægð og flúor borinn á tennur í forvarnar- og meðferðarskyni. Greiðist aðeins fyrir börn í áhættu vegna tannátu, og mest einu sinni á hverju 12 mánaða tímabili. Færi tannlæknir gjaldskrárnúmer 110 á reikning er það vottorð hans um að barnið sé í áhættu vegna tannátu samkvæmt klínískum leiðbeiningum landlæknis. Greiðist hvorki með gjaldskrárnúmeri 118 né á næstu sex mánuðum eftir að það hefur verið greitt.

112 Flúormeðferð fullorðinna, hvor gómur. Tannsýkla fjarlægð og flúor borinn á tennur í forvarnar- og meðferðarskyni. Greiðist aðeins fyrir sjúklinga í sérstakri áhættu vegna tannátu, 18 ára og eldri, og mest fjórum sinnum á hverju 12 mánaða tímabili.

113 Meðhöndlun viðkvæmra tannhálsa, 1-4 tennur. Tannhálsar meðhöndlaðir með sérstökum efnum, öðrum en flúor, t.d. desensitizing agents, til að minnka viðkvæmni tanna. Greiðist mest tvisvar á hverju 12 mánaða tímabili.

114 Meðhöndlun viðkvæmra tannhálsa, fleiri en 4 tennur. Tannhálsar með­höndlaðir með sérstökum efnum, öðrum en flúor, t.d. desensitizing agents, til að minnka viðkvæmni tanna. Greiðist mest tvisvar á hverju 12 mánaða tímabili.

115 Skorufylla, fyrsta tönn. Skora í tyggifleti eða í pyttum fyllt í forvarnarskyni. Aðgerðin felur í sér glerungsskurð, ef með þarf, hreinsun yfirborðs, sýruætingu og fyllingu skoru með plastblendi. Greiðist aðeins fyrir börn, 17 ára og yngri, í áhættu vegna tannátu. Færi tannlæknir gjaldskrárnúmer 115 á reikning er það vottorð hans um að barnið sé í áhættu vegna tannátu samkvæmt klínískum leiðbeiningum landlæknis. Greiðist ekki samfara fyllingu í sama flöt tannar eða ef fylling eða skorufylla hefur áður verið endurgreidd í sama flöt tannar.

116 Skorufylla, viðbótartönn í sama munnfjórðungi. Skora í tyggifleti eða í pyttum fyllt í forvarnarskyni. Aðgerðin felur í sér hreinsun yfirborðs, sýruætingu og fyllingu skoru með plastblendi. Greiðist aðeins fyrir börn í áhættu vegna tannátu. Færi tannlæknir gjaldskrárnúmer 116 á reikning er það vottorð hans um að barnið sé í áhættu vegna tannátu samkvæmt klínískum leiðbeiningum landlæknis. Greiðist ekki samfara fyllingu í sama flöt tannar eða ef fylling eða skorufylla hefur áður verið endurgreidd í sama flöt tannar.

117 Forvarnarfylling eða vegna glerungseyðingar. Greiðist aðeins fyrir börn í áhættu vegna tannátu. Færi tannlæknir gjaldskrárnúmer 117 á reikning er það vottorð hans um að barnið sé í áhættu vegna tannátu samkvæmt klínískum leiðbeiningum landlæknis. Greiðist ekki samfara fyllingu í sama flöt tannar eða ef fylling eða skorufylla hefur áður verið endurgreidd í sama flöt tannar.

118 Flúormeðferð barna í sérstakri áhættu vegna tannátu. Flúormeðferð, báðir gómar. Tannsýkla fjarlægð og flúor borinn á tennur í forvarnar- og meðferðarskyni. Greiðist aðeins fyrir börn í sérstakri áhættu vegna tannátu og mest einu sinni á hverju 12 mánaða tímabili. Færi tannlæknir gjaldskrárnúmer 118 á reikning er það vottorð hans um að barnið sé í sérstakri áhættu vegna tannátu samkvæmt klínískum leiðbeiningum landlæknis. Greiðist hvorki með gjaldskrárnúmeri 110 né á næstu sex mánuðum eftir að það hefur verið greitt.

Fyllingar.

Fylling, skv. gjaldskrárnúmerum 201-235, greiðist ekki án umsóknar ef minna en þrjú ár eru liðin frá því að fylling eða skorufylla var endurgreidd í sama flöt tannar. Á reikning skal skrá fyllingu á númer þeirrar tannar, og fleti hennar, samkvæmt ISO staðli 3950, sem gert var við.

201-214 Tannlitar fyllingar. Sjá almennar skýringar.

231-235 Silfurblendisfyllingar. Sjá almennar skýringar.

241 Bithækkun með plasti, hver jaxl. Greiðist mest einu sinni fyrir hverja tönn.

245 Bráðabirgðafylling. Aðgerðin felur í sér hreinsun yfirborðs tannar og ísetningu og mótun bráðabirgðafyllingar. Greiðist ekki með gjaldskrárnúmerum fyrir rótfyllingar (301-399).

250 Rýmishaldari. Aðgerðin felur í sér aðlögun rýmishaldara, sýruætingu, yfirborðs­meðhöndlun með bindiefnum og límingu með plastblendi. Greiðist aðeins eftir ótíma­bært tap barnatanna þegar veruleg hætta er á alvarlegri riðlun á biti vegna tann­tapsins. Greiðist ekki eftir 5 ára aldur fyrir fram- og augntennur og 8 ára aldur fyrir barna­jaxla nema að undangenginni samþykkt á umsókn. Verkið skal skrá á númer þeirrar fullorðins­tannar sem rými er haldið fyrir.

251 Spelkun tanna. Hreyfanlegar tennur festar saman, hver sjöttungur. Aðgerðin felur í sér hreinsun yfirborðs tanna, sýruætingu, yfirborðsmeðhöndlun með bindiefnum, spelkun með plastblendi og styrkingu með málm- eða glerfasaþráðum. Greiðist mest þrisvar sinnum á hverju 24 mánaða tímabili fyrir hvern sjöttung munns. Verkið skal skrá á númer þess sjöttungs sem spelkaður er.

255 Bráðabirgðatönn fest í skarð. Gervitönn eða tannkróna fest í tannlaust bil. Aðgerðin felur í sér að aðlaga tönnina í bilið, sýruætingu og meðhöndlun með bindiefnum og festingu tannar við nágrannatennur með plastblendi. Styrking úr málm- eða glerþráðum ef þurfa þykir og bitslípun. Greiðist ekki með gjaldskrárnúmerum fyrir krónu- og brúargerð (601-660). Greiðist mest einu sinni á hverjum 36 mánuðum fyrir hverja tönn.

256 Tannbeinsstifti (parapúlpapinni). Stifti sett í tannbein utan tannhols til að auka festu fyrir fyllingu mótaða í munni. Stifti skal vera úr gullblöndu eða títan. Greiðist mest tvisvar með hverri fyllingu.

257 Staðlað rótarstifti úr málmi, trefjaplasti eða keramik. Stifti límt í rótargang rótfylltrar tannar til að auka festu fyrir fyllingu mótaða í munni. Greiðist mest tvisvar með hverri fyllingu.

258 Stál- eða plastkróna. Aðgerðin felur í sér stálkrónu, tannskurð, mótun stálkrónu, aðlögun brúna og bitsnertinga og límingu. Greiðist ekki með gjaldskrárnúmerum fyrir krónu- og brúargerð (601-680). Greiðist mest einu sinni á hverjum 36 mánuðum fyrir hverja tönn.

259 Bráðabirgðakróna/-brú á tannplanta í tannstæðum 13-23. Forunnin bráðabirgðakróna eða -brú á tannplanta. Aðgerðin felur í sér frágang bitsnertinga, límingu með bráðabirgðalími eða herslu á tannplantann og lokun á aðgangsopi með plastblendi. Greiðist aðeins fyrir tannplanta á fram- og augntannasvæði efri góms tenntra einstaklinga. Greiðist mest einu sinni fyrir hvern tannplanta.

260 Gúmmídúkur til að einangra tönn eða tennur. Greiðist mest einu sinni fyrir hvern fjórðung munns í hverri heimsókn. Greiðist aðeins ef greitt er fyrir gjald­skrár­númer 201-235 í sömu heimsókn.

Rótfyllingar.

Endurgreiðsla miðast við að í verði gjaldskrárnúmera í þessum kafla séu innifaldar röntgen­myndir, deyfing, gúmmídúkur og bráðabirgðafylling. Varðveita skal röntgen­myndir af tönn fyrir og eftir meðferð. Gjaldskrárnúmer skal skrá á númer þeirrar tannar sem unnið er við hverju sinni. Gjaldskrárnúmer 310-318 og 320-328 greiðast ekki ef minna en 3 ár eru liðin frá því að eitthvert gjaldskrárnúmera 320-328 hefur verið greitt.

301 Kvikuþekja. Tannbein nærri kviku þakið með kvikupasta (CA(OH)2, MTA eða viðlíka). Greiðist mest einu sinni fyrir hverja tönn. Greiðist ekki með öðrum gjald­skrár­númerum kaflans fyrir sömu tönn í sömu heimsókn.

306 Formokresolmeðferð. Hnoðri vættur í formokresolvökva og borinn að kvikusárinu og það fixerað (einþrepa), eða bómullarhnoðrinn er látinn liggja á sárinu til næstu heimsóknar (tvíþrepa). Greiðist aðeins fyrir barnatennur og mest einu sinni fyrir hverja tönn. Greiðist ekki með öðrum gjaldskrárnúmerum kaflans fyrir sömu tönn í sömu heimsókn.

308 Rótarendaörvun með CA(OH)2. Rótarendi rótopinnar tannar er örvaður til að lokast með efnum (t.d. CA(OH)2 eða þrísýklalyfjapasta). Rótarholið er skolað og fyllt með efninu. Greiðist mest þrisvar fyrir hverja tönn. Greiðist ekki með öðrum gjald­skrár­númerum kaflans fyrir sömu tönn í sömu heimsókn eða ef áður hefur verið greitt fyrir önnur gjaldskrárnúmer kaflans fyrir sömu tönn.

311 Kvikunám, 1 gangur. Tannkvika eða dauður vefur fjarlægður úr rótarholi og gangi, gangur víkkaður út, skolaður og fylltur til bráðabirgða með sótthreinsunarinnleggi (t.d. CA(OH)2 pasta). Greiðist mest einu sinni fyrir hverja tönn.

312 Kvikunám, 2 gangar. Tannkvika eða dauður vefur fjarlægður úr rótarholi og tveimur göngum sömu tannar. Gangar víkkaðir út, skolaðir og fylltir til bráðabirgða með sótthreinsunarinnleggi (t.d. CA(OH)2 pasta). Greiðist mest einu sinni fyrir hverja tönn.

313 Kvikunám, 3 gangar. Tannkvika eða dauður vefur fjarlægður úr rótarholi og þremur göngum sömu tannar. Gangar víkkaðir út, skolaðir og fylltir til bráðabirgða með sótthreinsunarinnleggi (t.d. CA(OH)2 pasta). Greiðist mest einu sinni fyrir hverja tönn.

314 Kvikunám, 4 eða fleiri gangar. Tannkvika eða dauður vefur fjarlægður úr rótarholi og fjórum eða fleiri göngum sömu tannar. Gangar víkkaðir út, skolaðir og fylltir til bráðabirgða með sótthreinsunarinnleggi (t.d. CA(OH)2 pasta). Greiðist mest einu sinni fyrir hverja tönn.

315 Útvíkkun, 1 gangur. Gangur víkkaður frekar út, skolaður og fylltur aftur til bráðabirgða með sótthreinsunarinnleggi (t.d. CA(OH)2 pasta). Greiðist mest tvisvar fyrir hverja tönn en aðeins einu sinni í hverri heimsókn.

316 Útvíkkun, 2 gangar. Tveir gangar sömu tannar víkkaðir frekar út, skolaðir og fylltir aftur til bráðabirgða með sótthreinsunarinnleggi (t.d. CA(OH)2 pasta). Greiðist mest tvisvar fyrir hverja tönn en aðeins einu sinni í hverri heimsókn.

317 Útvíkkun, 3 gangar. Þrír gangar sömu tannar víkkaðir frekar út, skolaðir og fylltir aftur til bráðabirgða með sótthreinsunarinnleggi (t.d. CA(OH)2 pasta). Greiðist mest tvisvar fyrir hverja tönn en aðeins einu sinni í hverri heimsókn.

318 Útvíkkun, 4 eða fleiri gangar. Fjórir gangar sömu tannar víkkaðir frekar út, skolaðir og fylltir aftur til bráðabirgða með sótthreinsunarinnleggi (t.d. CA(OH)2 pasta). Greiðist mest tvisvar fyrir hverja tönn en aðeins einu sinni í hverri heimsókn.

319 Gömul rótfylling fjarlægð. Gömul rótfylling fjarlægð. Gangur víkkaður frekar út, skolaður og fylltur aftur til bráðabirgða með sótthreinsunarinnleggi (t.d. CA(OH)2 pasta). Greiðist mest einu sinni fyrir hvern gang tannar. Greiðist ekki með öðrum gjald­skrár­númerum kaflans fyrir sömu tönn í sömu heimsókn. Greiðist ekki ef minna en þrjú ár eru liðin frá því að greitt var fyrir rótfyllingu sömu tannar.

320 Rótfylling, 1 gangur. Einn rótargangur fylltur með varanlegu rótfyllingarefni. Greiðist mest einu sinni fyrir hverja tönn.

321 Rótfylling, 2 gangar. Tveir rótargangar sömu tannar fylltir með varanlegu rót­fyll­ingarefni. Greiðist mest einu sinni fyrir hverja tönn.

322 Rótfylling, 3 gangar. Þrír rótargangar sömu tannar fylltir með varanlegu rót­fyll­ingarefni. Greiðist mest einu sinni fyrir hverja tönn.

323 Rótfylling, 4 eða fleiri gangar. Fjórir eða fleiri rótargangar sömu tannar fylltir með varanlegu rótfyllingarefni. Greiðist mest einu sinni fyrir hverja tönn. Greiðist ekki með öðrum gjaldskrárnúmerum kaflans fyrir sömu tönn í sömu heimsókn.

325 Kvikunám og rótfylling, 1 gangur. Kvikunám, útvíkkun og varanleg rótar­gangafylling sett í einn gang í einni heimsókn. Greiðist mest einu sinni fyrir hverja tönn. Greiðist ekki með öðrum gjaldskrárnúmerum kaflans fyrir sömu tönn í sömu heimsókn eða ef áður hefur verið greitt fyrir eitthvert gjaldskrárnúmer kaflans.

326 Kvikunám og rótfylling, 2 gangar. Kvikunám, útvíkkun og varanleg rótar­gangafylling sett í tvo ganga sömu tannar í einni heimsókn. Greiðist mest einu sinni fyrir hverja tönn. Greiðist ekki með öðrum gjaldskrárnúmerum kaflans fyrir sömu tönn í sömu heimsókn eða ef áður hefur verið greitt fyrir eitthvert gjaldskrárnúmer kaflans.

327 Kvikunám og rótfylling, 3 gangar. Kvikunám, útvíkkun og varanleg rótar­gangafylling sett í þrjá ganga sömu tannar í einni heimsókn. Greiðist mest einu sinni fyrir hverja tönn. Greiðist ekki með öðrum gjaldskrárnúmerum kaflans fyrir sömu tönn í sömu heimsókn eða ef áður hefur verið greitt fyrir eitthvert gjaldskrárnúmer kaflans.

328 Kvikunám og rótfylling, 4 eða fleiri gangar. Kvikunám, útvíkkun og varanleg rótargangafylling sett í fjóra eða fleiri ganga sömu tannar í einni heimsókn. Greiðist mest einu sinni fyrir hverja tönn. Greiðist ekki með öðrum gjaldskrárnúmerum kaflans fyrir sömu tönn í sömu heimsókn eða ef áður hefur verið greitt fyrir eitthvert gjaldskrárnúmer kaflans.

330 Tönn lýst innanfrá, fyrsta heimsókn. Greiðist mest einu sinni fyrir hverja tönn og aðeins að undangenginni samþykkt á umsókn.

331 Tönn lýst innanfrá, milliheimsókn. Greiðist mest tvisvar sinnum fyrir hverja tönn og aðeins að undangenginni samþykkt á umsókn.

Tannvegslækningar.

Endurgreiðsla miðast við að í verði gjaldskrárnúmera þessa kafla sé innifalin deyfing, saumur, sáraumbúðir, saumataka og eftirmeðferð. Meðferð skal skrá á númer þeirrar tannar eða þess svæðis munns sem unnið er við hverju sinni.

401 Pokamæling og skráning. Skoðun, mæling og skráning á ástandi tannholds fyrir allan munninn. Aðgerðin felur í sér mælingu og skráningu á tannholdspokum, færslu tannholds frá upprunalegri stöðu (recession), blæðingu og/eða greftri á 4-6 stöðum við hverja tönn. Mat og skráningu á tannlosi og festutapi í rótarklofi. Greiðist aðeins að undangenginni samþykkt á umsókn fyrir aðra en lífeyrisþega og mest einu sinni á hverjum 12 mánuðum.

402 Endurmat að loknum hreinsifasa eða tannholdsaðgerð. Skoðun, mæling og skráning á ástandi tannholds og mat lagt á þær breytingar sem orðið hafa á meðferðartímanum. Aðgerðin felur í sér mælingu og skráningu á tannholdspokum, færslu tannholds frá upprunalegri stöðu (recession), blæðingu og/eða greftri á 4-6 stöðum við hverja tönn. Mat og skráningu á tannlosi og festutapi í rótarklofi. Greiðist aðeins fyrir lífeyrisþega og mest tvisvar á hverjum 36 mánuðum.

406 Djúphreinsun og rótarheflun tanna með djúpa tannholdspoka, fjórðungur. Tannsýkla, tannsteinn og litur fjarlægður af krónu- og rótarhlutum tanna, sem eru með tannholdspoka dýpri en 4 mm og rótaryfirborð tanna sléttað. Greiðist aðeins fyrir lífeyrisþega og mest einu sinni á hverjum tólf mánuðum fyrir hvern fjórðung.

420 Flipaaðgerð, fjórðungur. Slímhúðarflipi er losaður frá tönnum og aðliggjandi beini, bólguvefur fjarlægður, tennur hreinsaðar og sléttaðar og flipar saumaðir saman. Greiðist aðeins að undangenginni samþykkt á umsókn fyrir aðra en lífeyrisþega og mest einu sinni fyrir hvern fjórðung í sömu heimsókn. Greiðist ekki ef minna en þrjú ár eru liðin frá því að greitt var fyrir gjaldskrárnúmer 420 eða 422 fyrir sama fjórðung.

422 Flipaaðgerð, 1-4 tennur. Slímhúðarflipi er losaður frá tönnum og aðliggjandi beini, bólguvefur fjarlægður, tennur hreinsaðar og sléttaðar og flipar saumaðir saman. Greiðist aðeins að undangenginni samþykkt á umsókn fyrir aðra en lífeyrisþega og mest einu sinni fyrir hvern fjórðung í sömu heimsókn. Greiðist ekki ef minna en þrjú ár eru liðin frá því að greitt var fyrir gjaldskrárnúmer 420 eða 422 fyrir sama fjórðung.

427 Tannholdsskurður, fleiri en 4 tennur. Mjúkvefur við tennur, á tubersvæði, í gómhvelfingu eða þvíumlíkt, fjarlægður og mótaður. Greiðist mest einu sinni á hverjum 12 mánuðum fyrir hvern fjórðung.

428 Tannholdsskurður, 1-4 tennur. Tannhold, kóronalt við beinkant, er fjarlægt og mótað eða, skorið niður í sulcus í kringum rót tannar, að beinbrún, til að aðskilja tannvegsþræði. Greiðist mest einu sinni á hverjum 12 mánuðum fyrir hvern fjórðung.

431 Krónulenging, fyrsta tönn. Kóronal stoðbein tannar og periodontal ligament þræðir fjarlægðir og rótaryfirborð heflað. Greiðist mest einu sinni fyrir hverja tönn.

432 Krónulenging, viðbótartönn. Kóronal stoðbein tannar og periodontal ligament þræðir fjarlægðir og rótaryfirborð heflað. Greiðist mest einu sinni fyrir hverja tönn.

453 Tannholdsgræðlingur. Tannholdsgræðlingur (bandvefur með eða án þekjuvefs) sóttur eða losaður á gjafastað, fluttur til og saumaður fastur á móttökustað. Greiðist mest einu sinni á hverjum 12 mánuðum fyrir hvern fjórðung.

457 Beinmótun, bakflipi, gangaaðgerð eða vaxtarstýring, samhliða flipa­aðgerð. Greiðist mest einu sinni á hverjum þremur árum fyrir hvern fjórðung og aðeins samfara gjaldskrárnúmerum 420 eða 422.

Munn- og kjálkaskurðlækningar.

Endurgreiðsla miðast við að í gjaldskrárnúmerum kaflans sé innifalin sóttvarnarábreiða, deyfing, saumur, spelkun, sáraumbúðir, saumataka og viðeigandi eftirmeðferð. Við endurgreiðslu á gjaldskrárnúmerum 504-536, 557 og 558 er gerð krafa um að varðveitt sé röntgenmynd af viðkomandi tönn eða svæði fyrir og/eða eftir meðferð eftir því sem við á hverju sinni. Meðferð skal skrá á númer þeirra tanna eða svæða sem við á hverju sinni. Gjaldskrárnúmer 536 skal skrá á númer móttökutannstæðis.

500 Hæg tönn eða rót dregin, hver tönn. Úrdráttur tannar eða rótar með verulega skerta beinfestu. Greiðist mest einu sinni fyrir hverja tönn. Greiðist ekki ef áður hefur verið greitt fyrir gjaldskrárnúmer 500-513 fyrir sömu tönn.

501 Úrdráttur tannar eða rótar. Einfaldur úrdráttur tannar eða rótar með nokkra eða fulla beinfestu. Greiðist mest einu sinni fyrir hverja tönn. Greiðist ekki ef áður hefur verið greitt fyrir gjaldskrárnúmer 500-513 fyrir sömu tönn.

502 Hæg tönn eða rót dregin, hver viðbótartönn í sömu aðgerð. Greiðist mest einu sinni fyrir hverja tönn. Greiðist ekki ef áður hefur verið greitt fyrir gjaldskrárnúmer 500-513 fyrir sömu tönn.

503 Úrdráttur tannar eða rótar, hver viðbótartönn í sömu aðgerð. Greiðist mest einu sinni fyrir hverja tönn. Greiðist ekki ef áður hefur verið greitt fyrir gjaldskrárnúmer 500-513 fyrir sömu tönn.

504 Uppkomin tönn klofin og fjarlægð. Greiðist mest einu sinni fyrir hverja tönn. Greiðist ekki ef áður hefur verið greitt fyrir gjaldskrárnúmer 500-513 fyrir sömu tönn.

507 Tanndeiling og brottnám rótar samhliða flipaaðgerð. Greiðist mest einu sinni fyrir hverja tönn. Greiðist ekki ef áður hefur verið greitt fyrir gjaldskrárnúmer 500-513 fyrir sömu tönn.

510 Tönn, uppkomin að fullu eða hluta, fjarlægð með skurðaðgerð. Úrdráttur tannar eða rótar sem ekki er hægt að draga með einföldum hætti. Aðgerðin felur í sér að lyfta slímhúðarflipa og gera beinskurð eða hluta tönnina eftir því sem þurfa þykir. Mjúkvefur lagður til baka og saumaður. Greiðist án umsóknar fyrir aðrar tennur en endajaxla en fyrir endajaxla aðeins að undangenginni samþykkt á umsókn. Greiðist mest einu sinni fyrir hverja tönn. Greiðist ekki ef áður hefur verið greitt fyrir eitthvert gjaldskrárnúmera 500-513 fyrir sömu tönn.

511 Tönn, beinlæg að hluta, fjarlægð með skurðaðgerð. Greiðist aðeins að undangenginni samþykkt á umsókn og mest einu sinni fyrir hverja tönn. Greiðist ekki ef áður hefur verið greitt fyrir gjaldskrárnúmer 500-513 fyrir sömu tönn.

512 Tönn, beinlæg að fullu, fjarlægð með skurðaðgerð. Greiðist aðeins að undangenginni samþykkt á umsókn og mest einu sinni fyrir hverja tönn. Greiðist ekki ef áður hefur verið greitt fyrir gjaldskrárnúmer 500-513 fyrir sömu tönn.

513 Beinlæg tönn fjarlægð í flókinni aðgerð. Greiðist aðeins að undangenginni samþykkt á umsókn og mest einu sinni fyrir hverja tönn. Greiðist ekki ef áður hefur verið greitt fyrir gjaldskrárnúmer 500-513 fyrir sömu tönn.

524 Opnað inn á beinlæga tönn til að greiða fyrir uppkomu hennar. Aðgerðin felur í sér að yfirliggjandi mjúkvefur er rofinn, bein hugsanlega fjarlægt og opið „pakkað" meðan sárkantar gróa. Greiðist mest einu sinni á hverjum 24 mánuðum fyrir hverja tönn.

525 Opnað inn á beinlæga tönn og tanntylla límd á hana. Opnað inn á beinlæga tönn til að toga hana á réttan stað í tannboganum. Aðgerðin felur í sér að slímhúðarflipa er lyft, bein fjarlægt til að komast að tönninni, ídráttartæki límt á tönnina, gengið frá keðju, mjúkvefur lagður til baka og saumaður. Greiðist mest einu sinni á hverjum 24 mánuðum fyrir hverja tönn.

526 Rótarendaaðgerð (rótarstytting). Rót stytt, ígerð og sýktur rótarendi fjar­lægður. Aðgerðin felur í sér að slímhúðarflipa er lyft, beinskurður gerður til að komast að rótar­endanum, rót stytt, mjúkvefur lagður til baka og saumaður. Greiðist mest einu sinni fyrir hverja tönn.

528 Fylling í rótarenda samfara aðgerð 526. Fylling í rótarenda. Aðgerðin felur í sér tannskurð, ísetningu og frágang fyllingar. Greiðist mest einu sinni fyrir hverja tönn.

530 Tönn ígrædd og spengd eftir brottfall vegna áverka. Tönn, sem fallið hefur úr stæði sínu við áverka, er komið fyrir á sínum stað og spengd við aðlægar tennur. Greiðist mest einu sinni fyrir hverja tönn, fyrir hvern tilkynntan áverka.

531 Tönn ígrædd og spengd eftir brottfall, viðbótartönn. Tönn, sem fallið hefur úr stæði sínu við áverka, er komið fyrir á sínum stað og spengd við aðlægar tennur. Greiðist mest einu sinni fyrir hverja tönn, fyrir hvern tilkynntan áverka.

532 Tönn rétt og spengd eftir los vegna áverka. Tönn, sem losnað hefur og færst til í stæði sínu við áverka, er rétt og spengd við aðlægar tennur. Greiðist mest einu sinni fyrir hverja tönn, fyrir hvern tilkynntan áverka.

533 Tönn rétt og spengd eftir los vegna áverka, viðbótartönn. Tönn, sem losnað hefur og færst til í stæði sínu við áverka, er rétt og spengd við aðlægar tennur. Greiðist mest einu sinni fyrir hverja tönn, fyrir hvern tilkynntan áverka.

534 Eftirmeðferð vegna tannáverka. Greiðist mest þrisvar sinnum á fyrstu tólf mánuðum eftir að greitt var fyrir 530-533.

535 Gert að áverkum mjúkvefja. Greiðist mest einu sinni fyrir hvern tilkynntan áverka.

536 Tannkími plantað í nýtt tannstæði. Tannkím er fjarlægt úr sæti sínu og því komið fyrir á nýjum stað, þar sem það er spengt við nágrannatennur. Greiðist aðeins að undangenginni samþykkt á umsókn og mest einu sinni fyrir hverja tönn. Verkið skal skrá á númer viðtökusvæðis.

537 Nýtt tannstæði (alveolus) útbúið. Innifalið í 536 og greiðist því ekki sérstaklega.

538 Aðskotahlutur fjarlægður úr mjúkvef. Greiðist aðeins að undangenginni samþykkt á umsókn.

539 Aðskotahlutur fjarlægður úr beini. Greiðist aðeins að undangenginni samþykkt á umsókn.

542 Aðgerð á tunguhafti. Tunguhaft fjarlægt með skurðaðgerð eða rafskurði. Greiðist mest einu sinni fyrir hvert svæði. Skráist á svæði munns; 01 eða 02.

543 Aðgerð á vararhafti. Vararhaft fjarlægt með skurðaðgerð eða rafskurði. Aðgerðin felur í sér skurð á vararhafti, brottnám fibrous bandvefs milli framtanna og sauma mjúkvef eftir atvikum. Greiðist mest einu sinni fyrir hvert svæði. Skráist á svæði munns; 01 eða 02.

545 Beinaðgerð (torus- eða tuberaðgerð eða aðrar sambærilegar aðgerðir). Aðgerðin felur í sér að slímhúðarflipa er lyft af tannlausum beinrima, hann mótaður með beinskurði, mjúkvefur lagður til baka og saumaður. Greiðist mest einu sinni á hverjum 12 mánuðum fyrir hvern fjórðung.

550 Lítið mein fjarlægt úr mjúkvef. Greiðist aðeins að undangenginni samþykkt á umsókn.

551 Stórt mein fjarlægt úr mjúkvef (stærra en 1,5 sm). Greiðist aðeins að undan­genginni samþykkt á umsókn.

552 Mein fjarlægt úr mjúkvef, flókin aðgerð. Greiðist aðeins að undangenginni samþykkt á umsókn.

553 Lítið belgmein fjarlægt úr beini. Greiðist aðeins að undangenginni samþykkt á umsókn.

554 Opnað á belgmein og dreni komið fyrir. Greiðist aðeins að undangenginni samþykkt á umsókn.

556 Lítið æxli fjarlægt úr beini. Greiðist aðeins að undangenginni samþykkt á umsókn.

557 Tannplanti, fyrsti. Slímhúðarflipa er lyft, beinskurður gerður og tannplanta komið fyrir í beini. Lokskrúfa eða græðslukragi settur og mjúkvefur saumaður að eða yfir tannplantann. Greiðist mest einu sinni í hverri heimsókn. Greiðist án umsóknar fyrir lífeyrisþega samkvæmt ákvæðum 8. gr. reglugerðar nr. 451/2013 en annars aðeins að undangenginni samþykkt á umsókn. Greiðist ekki ef minna en tíu ár eru liðin frá því að greitt var fyrir gjaldskrárnúmer 557 eða 558 í sama tannstæði.

558 Tannplanti, viðbótarplanti á sama aðgerðarsvæði. Greiðist án umsóknar fyrir lífeyrisþega samkvæmt ákvæðum 8. gr. reglugerðar nr. 451/2013 en annars aðeins að undangenginni samþykkt á umsókn. Greiðist ekki ef minna en tíu ár eru liðin frá því að greitt var fyrir gjaldskrárnúmer 557 eða 558 í sama tannstæði.

559 Nekrótískt bein fjarlægt. Greiðist aðeins að undangenginni samþykkt á umsókn.

560 Stórt belgmein fjarlægt úr beini (stærra en 1,5 sm). Greiðist aðeins að undangenginni samþykkt á umsókn.

561 Stórt æxli fjarlægt úr beini. Greiðist aðeins að undangenginni samþykkt á umsókn.

562 Æxli fjarlægt úr beini, flókin aðgerð. Greiðist aðeins að undangenginni sam­þykkt á umsókn.

567 Kragaaðgerð við tannplanta í tannstæðum 13-23. Greiðist aðeins að undan­genginni samþykkt á umsókn. Greiðist aðeins fyrir tannplanta á fram- og augn­tannasvæði efri góms tenntra einstaklinga. Verkið skal skrá á númer þeirrar tannar sem tannplantinn leysir af hólmi.

568 Kragaaðgerð við tannplanta í tannstæðum 13-23, viðbótarplanti. Greiðist aðeins að undangenginni samþykkt á umsókn og aðeins fyrir tannplanta á fram- og augntannasvæði efri góms tenntra einstaklinga. Verkið skal skrá á númer þeirrar tannar sem tannplantinn leysir af hólmi.

570 Vefur saumaður. Greiðist mest einu sinni fyrir hvern fjórðung munns í sömu heimsókn.

576 Meðferð fyrir og eftir kjálkafærslu. Vinnufundir með öðrum tannlæknum og sérfræðingum sem að meðferðinni koma. Greining röntgenrannsókna. Skipulagning aðgerðar, módelkírúrgía og aðgerðarskinna gerð. Eftirlit með framvindu græðslu eftir kjálkaaðgerð þar til græðslu er lokið og sjúklingur getur haldið áfram tannréttingu. Innifalin er saumataka, allt eftirlit, brottnám aðgerðarskinna og röntgenmyndir. Greiðist aðeins að undangenginni samþykkt á umsókn og mest einu sinni fyrir hverja kjálka­færslu­aðgerð.

580 Skorið á kýli. Skorið á kýli í munnholi eða utan munns til að hleypa út greftri og, eftir atvikum, koma fyrir dreni og festa það. Greiðist mest einu sinni í hverri heimsókn.

588 Beinrækt samhliða plantaísetningu. Greiðist aðeins að undangenginni samþykkt á umsókn.

589 Beinrækt, sér aðgerð. Greiðist aðeins að undangenginni samþykkt á umsókn.

Krónu- og brúargerð.

Endurgreiðsla miðast við að í gjaldskrárnúmerum kaflans sé innifalin röntgenmynd, deyfing, tannskurður, máttaka, bitslípun, líming, frágangur og annað til fullra loka verksins. Gjaldskrárnúmer kaflans greiðast ekki ef minna en tíu ár eru liðin frá því að greitt var fyrir eitthvert gjaldskrárnúmer kaflans, annað en 650, fyrir sömu tönn eða tannstæði. Meðferð skal skrá á númer þeirrar tannar eða tannstæðis sem unnið er við hverju sinni.

614 Steypt keramikskel eða eðalmálmkróna. Aðgerðin felur í sér tannskurð, mátskeið, máttöku, aðlögun tanngervis, sýruætingu, bindiefni fyrir tannbein og glerung, límingu með plastblendislími og frágang. Greiðist án umsóknar fyrir lífeyrisþega sam­kvæmt ákvæðum 8. gr. reglugerðar nr. 451/2013 en annars aðeins að undan­genginni samþykkt á umsókn.

632 Stiftishetta undir ásetugóm. Steypt stiftishetta með eða án festu (smellu) fyrir ásetugóm. Aðgerðin felur í sér tilslípun rótargangs og krónuhluta, mátskeið, mátun stiftishettu, yfirborðsmeðhöndlun og límingu. Greiðist mest tvisvar í hvorn kjálka. Greiðist án umsóknar fyrir lífeyrisþega samkvæmt ákvæðum 8. gr. reglugerðar nr. 451/2013 en annars aðeins að undangenginni samþykkt á umsókn.

650 Stiftisuppbygging, köstuð. Uppbygging og stifti eru steypt í einu lagi í viður­kennda málmblöndu. Aðgerðin felur í sér tilslípun rótargangs og krónuhluta, máttöku eða direkt uppbyggingu úr akryl. Mátun stiftisuppbyggingar, yfirborðsmeðhöndlun tann­beins og líming. Greiðist mest einu sinni í hverja tönn. Greiðist án umsóknar fyrir lífeyris­þega samkvæmt ákvæðum 8. gr. reglugerðar nr. 451/2013 en annars aðeins að undan­genginni samþykkt á umsókn.

655 Milli- eða svifliður í brú. Aðgerðin felur í sér mátskeið, máttöku, mátun kópings og tanngervis. Aðlögun milli- eða svifliðs að slímhúð, bitslípun og ísetning. Greiðist án umsóknar fyrir lífeyrisþega samkvæmt ákvæðum 8. gr. reglugerðar nr. 451/2013 en annars aðeins að undangenginni samþykkt á umsókn.

660 Ætufest brú. Aðgerðin felur í sér tannskurð, mátskeið, máttöku, mátun tanngervis. Sýruæting, meðferð stoðtannar með bindiefnum og líming með tilheyrandi plast­blendis­lími. Greiðist aðeins einu sinni fyrir hverja brú og aðeins að undangenginni umsókn og þegar meðferðin er notuð sem langtíma bráðabirgðalausn þegar varanleg lausn er ekki tímabær vegna aldurs sjúklings eftir áverka eða vegna meðfæddrar tannvönt­unar.

680 Plantakróna. Aðgerðin felur í sér mátskeið, máttöku, ísetningu abutments, mátun kópings og tanngervis. Ísetning með tilheyrandi límingu eða herslu og lokun aðgangsops með plastblendi. Greiðist án umsóknar fyrir lífeyrisþega samkvæmt ákvæðum 8. gr. reglugerðar nr. 451/2013 en annars aðeins að undangenginni samþykkt á umsókn.

Heilgóma- og partagerð.

Heilgómar og partar, skv. gjaldskrárnúmerum 701-704 og 713-716 greiðast ekki án umsóknar ef minna en sex ár eru liðin frá því að munngervi var endurgreitt fyrir svæði munns. Á reikning skal skrá munngervið á númer svæðis munns, samkvæmt ISO staðli 3950, sem smíðað var í. Á sama hátt greiðast fóðranir munngerva ekki án umsóknar ef minna en þrjú ár eru liðin frá því að endurgreitt var fyrir smíði eða fóðrun munngervis á sama svæði munns.

Endurgreiðsla miðast við að í gjaldskrárnúmerum kaflans séu innifaldar röntgenmyndir af stoðtönnum, deyfing, tannskurður, mátttaka, bitslípun, frágangur og annað til fullra loka verksins.

701 Stakur heilgómur. Greiðist án umsóknar fyrir lífeyrisþega en annars aðeins að undangenginni samþykkt á umsókn.

702 Heilgómasett. Greiðist án umsóknar fyrir lífeyrisþega en annars aðeins að undan­genginni samþykkt á umsókn.

703 Sáragómur. Greiðist án umsóknar fyrir lífeyrisþega en annars aðeins að undan­genginni samþykkt á umsókn.

704 Ásetugómur. Greiðist án umsóknar fyrir lífeyrisþega en annars aðeins að undan­genginni samþykkt á umsókn.

711 Bráðabirgðapartur með 1-3 tönnum. Greiðist án umsóknar fyrir lífeyrisþega en annars aðeins að undangenginni samþykkt á umsókn.

712 Bráðabirgðapartur með fleiri en 3 tönnum. Greiðist án umsóknar fyrir lífeyrisþega en annars aðeins að undangenginni samþykkt á umsókn.

713 Stálpartur með einni eða fleiri tönnum. Greiðist án umsóknar fyrir lífeyrisþega en annars aðeins að undangenginni samþykkt á umsókn.

715 Heilgómur á tannplanta. Greiðist án umsóknar fyrir lífeyrisþega en annars aðeins að undangenginni samþykkt á umsókn.

716 Heilgómasett á tannplanta í báðum gómum. Greiðist án umsóknar fyrir lífeyrisþega en annars aðeins að undangenginni samþykkt á umsókn.

721 Fóðrun góms eða parts (relining). Greiðist án umsóknar fyrir lífeyrisþega en annars aðeins að undangenginni samþykkt á umsókn.

722 Fóðrun góms eða parts (rebasing). Greiðist án umsóknar fyrir lífeyrisþega en annars aðeins að undangenginni samþykkt á umsókn.

723 Bráðabirgðafóðrun góms. Greiðist án umsóknar fyrir lífeyrisþega en annars aðeins að undangenginni samþykkt á umsókn.

729 Stækkun á plastparti um eina eða fleiri tennur. Greiðist án umsóknar fyrir lífeyrisþega en annars aðeins að undangenginni samþykkt á umsókn.

731 Stækkun á stálparti um eina eða fleiri tennur. Greiðist án umsóknar fyrir lífeyrisþega en annars aðeins að undangenginni samþykkt á umsókn.

736 Viðgerðir á stálgrindarpörtum. Greiðist án umsóknar fyrir lífeyrisþega en annars aðeins að undangenginni samþykkt á umsókn. Greiðist ekki innan þriggja mánaða frá smíði viðkomandi parts.

740 Fóðrun plantagóms. Greiðist án umsóknar fyrir lífeyrisþega en annars aðeins að undangenginni samþykkt á umsókn. Greiðist ekki innan 36 mánaða frá smíði viðkomandi parts eða heilgóms.

742 Laus tanngervi merkt með kennitölu. Greiðist aðeins fyrir lífeyrisþega og mest einu sinni fyrir hvorn góm.

744 Lagfæringar á lausum tanngervum úr plasti vegna særinda í slímhúð. Greiðist ekki innan þriggja mánaða frá smíði eða fóðrun tanngervisins.

760 Viðgerð á stoðtækjum og lausum tanngervum úr plasti. Greiðist ekki innan þriggja mánaða frá smíði eða fóðrun viðkomandi tanngervis eða bitstoðtækis.

Tannréttingar.

Endurgreiðsla miðast við að í verði verka í þessum flokki sé innifalið tannsmíði, efni, sendingarkostnaður, öll klínísk vinna og annað, til fullra loka verksins. Meðferð í þessum flokki greiðist aðeins að undangenginni samþykkt á umsókn. Tannréttingameðferð sjúklinga, sem fengið hafa samþykki SÍ á umsókn sinni um þátttöku í kostnaði við tannréttingar samkvæmt IV. eða V. kafla reglugerðar nr. 451/2013, greiðist aðeins samkvæmt gjaldskrárnúmerum þessa kafla.

801 Viðtal. Greiðist mest einu sinni í hverri heimsókn og mest tvisvar á hverjum 12 mánuðum.

802 Fræðsla. Greiðist mest einu sinni á hverjum 12 mánuðum.

803 Fyrsta skoðun. Sjúklingur kemur í viðtal til tannréttingasérfræðings, farið yfir óskir og væntingar viðkomandi, almenn heilsufarssaga og ástand munnhols rædd. Meðferðar­möguleikar ræddir. Greiðist mest einu sinni fyrir hvern sjúkling.

804 Áfangaeftirlit. Skráður tannréttingasjúklingur kemur í reglubundið eftirlit. Við áfangaskoðun er fylgst með framvindu tannréttingameðferðar. Greiðist mest einu sinni í hverri heimsókn.

806 Umsókn. Umsókn til SÍ vegna tannréttinga á stöðluð eyðublöð. Greiðist mest einu sinni fyrir hverja samþykkta umsókn.

807 Greinargerð. Skrifleg greinargerð að ósk Sjúkratrygginga Íslands. Greiðist mest einu sinni fyrir hverja móttekna greinargerð sem SÍ hafa óskað eftir vegna umsóknar sjúklings. Greiðist ekki vegna stuttra skýringa sem SÍ kann að óska eftir vegna reikningsfærslna tannlæknis eða ófullnægjandi upplýsinga í umsókn sjúklings.

811 Bitmódel, slípað í bit. Felur í sér máttöku af efri og neðri góm, bittöku, ísteypingu hjá tannsmiði og slípun í bit. Greiðist mest einu sinni fyrir hvorn góm í sömu heimsókn. Greiðist mest þrisvar fyrir hvorn góm á hverjum 36 mánuðum.

812 Módelgreining. Greining á módelum, bitafstaða skoðuð, rýmismæling (Bolton greining) á báðum tannbogum vegna fyrirhugaðrar tannréttingameðferðar. Greiðist mest einu sinni fyrir hvern sjúkling.

813 Röntgen- eða vaxtargreining. Greining á hliðarröntgenmynd til notkunar við gerð meðferðaráætlunar eða til að meta vöxt einstaklings. Einnig við milliáfanga í tannréttingameðferð. Teikning, horna- og lengdarmælingar. Greiðist mest tvisvar fyrir hvern sjúkling.

814 Handarröntgenmynd. Röntgenmynd af hönd, til að meta þroska og vöxt, á staf­rænu formi eða hefðbundna filmu, greining og varðveisla með auðkenni sjúklings og töku­degi. Greiðist mest einu sinni á hverjum 12 mánuðum.

815 Aðskilnaður tanna. Settar upp teygjur, vír eða fjaðrir til að auka bil á milli tanna. Greiðist mest einu sinni fyrir hvorn góm.

816 Röntgensmámynd. Röntgenmynd á stafrænu formi eða hefðbundna filmu, greining og varðveisla með auðkenni sjúklings og tökudegi. Greiðist mest þrisvar sinnum á hverjum 12 mánuðum.

817 Prófílröntgen/PA. Vangamynd höfuðs, (profílröntgenmynd). Aðgerðin felur í sér hliðarröntgenmynd af höfuðbeinum á stafrænu formi eða hefðbundna filmu, greiningu og varðveislu með auðkenni sjúklings og tökudegi. Greiðist mest einu sinni á hverjum 12 mánuðum.

818 Röntgenstórmynd (OPG o.þ.h.). Breiðmynd (Orthopantomogram). Aðgerðin felur í sér yfirlitsmynd af kjálkabeinum, stöðu og fjölda tanna og tannkíma, á stafrænu formi eða hefðbundna filmu, greiningu og varðveislu með auðkenni sjúklings og tökudegi. Greiðist mest tvisvar á hverjum 12 mánuðum.

819 Heildarröntgen. Intraoral röntgenstatus með a.m.k. 10 rótar- og bitmyndum. Aðgerðin felur í sér röntgenmyndir á stafrænu formi eða hefðbundnar filmur, greiningu og varðveislu með auðkenni sjúklings og tökudegi. Greiðist mest tvisvar fyrir hvern sjúkling.

820 Stálband. Aðgerð felur í sér mátun á stálbandi á framtönn, augntönn eða forjaxl og límingu og hreinsun á umframlími. Samanlagt greiðast gjaldskrárnúmer 820, 821, 825, 826 og 828 mest fjórtán sinnum fyrir hvorn góm.

821 Stálband á jaxl. Aðgerð felur í sér mátun á stálbandi á jaxl, límingu og hreinsun á umframlími. Samanlagt greiðast gjaldskrárnúmer 820, 821, 825, 826 og 828 mest fjórtán sinnum fyrir hvorn góm.

824 Ljósmynd. Ljósmynd tekin á filmu eða stafrænu form til greiningar og staðfestingar ástands. Greiðist mest átta sinnum á hverjum 12 mánuðum.

825 Bogatylla. Fyrsta bogatylla. Aðgerðin felur í sér sýruætingu, yfirborðsmeðhöndlun með bindiefnum og límingu bogatyllu með plastblendi. Límhreinsun innifalin. Greiðist mest einu sinni fyrir hvorn góm.

826 Viðbótarbogatylla. Aðgerðin felur í sér sýruætingu, yfirborðsmeðhöndlun með bindiefnum og límingu bogtyllu með plastblendi. Límhreinsun innifalin. Samanlagt greiðast gjaldskrárnúmer 820, 821, 825, 826 og 828 mest fjórtán sinnum fyrir hvorn góm.

827 Hnappur, kló, krókur, auga. Hnappur eða krókur til notkunar með föstum eða lausum tækjum. Aðgerðin felur í sér sýruætingu, yfirborðsmeðhöndlun með bindiefnum og límingu hnapps eða króks með plastblendi. Límhreinsun innifalin. Bithækkunarpallur. Aðgerðin felur í sér sýruætingu, yfirborðsmeðhöndlun með bindiefnum og límingu bitkubbs á bakhlið tannar með plastblendi. Límhreinsun innifalin. Greiðist mest tvisvar fyrir hvorn góm.

828 Rörtylla. Aðgerðin felur í sér sýruætingu, yfirborðsmeðhöndlun með bindiefnum og límingu rörs með plastblendi. Límhreinsun innifalin. Samanlagt greiðast gjaldskrárnúmer 820, 821, 825, 826 og 828 mest fjórtán sinnum fyrir hvorn góm.

829 Postulínsæting. Sýruæting postulíns, sandblástur yfirborðs eða annar sérhæfður undirbúningur fyrir límingu. Greiðist mest einu sinni fyrir hvorn góm.

830 Bogi (labial). Hefðbundinn stálbogi rúnnaður í þverskurð, án lykkja, án bindingar við bogtyllu. Gjaldskrárnúmer 830-833 og 835 greiðast mest einu sinni fyrir hvorn góm í sömu heimsókn og mest níu sinnum alls fyrir hvorn góm. Greiðist ekki ef minna en sex vikur eru liðnar frá því að greitt var fyrir gjaldskrárnúmer 830-833 eða 835 í sama góm.

831 Eðalbogi. Ofursveigjanlegur bogi úr títanefnum rúnnaður í þverskurð, án lykkja, án bindingar við bogtyllu. Gjaldskrárnúmer 830-833 og 835 greiðast mest einu sinni fyrir hvorn góm í sömu heimsókn og mest níu sinnum alls fyrir hvorn góm. Greiðist ekki ef minna en sex vikur eru liðnar frá því að greitt var fyrir gjaldskrárnúmer 830-833 eða 835 í sama góm.

832 Stálkantbogi. Stálbogi kantaður í þverskurð, án lykkja, án bindingar við bogtyllu. Gjaldskrárnúmer 830-833 og 835 greiðast mest einu sinni fyrir hvorn góm í sömu heimsókn og mest níu sinnum alls fyrir hvorn góm. Greiðist ekki ef minna en sex vikur eru liðnar frá því að greitt var fyrir gjaldskrárnúmer 830-833 eða 835 í sama góm.

833 Eðalkantbogi. Ofursveigjanlegur kantbogi úr títanefnum, án lykkja, án bindingar við bogtyllu. Gjaldskrárnúmer 830-833 og 835 greiðast mest einu sinni fyrir hvorn góm í sömu heimsókn og mest níu sinnum alls fyrir hvorn góm. Greiðist ekki ef minna en sex vikur eru liðnar frá því að greitt var fyrir gjaldskrárnúmer 830-833 eða 835 í sama góm.

834 Boglykkja, -þrep, -kassi. Aukabeygjur í aðalboga. Greiðist mest einu sinni fyrir hvorn góm í sömu heimsókn. Greiðist ekki ef minna en þrír mánuður eru liðnir frá því að greitt var fyrir gjaldskrárnúmer 834 í sama góm.

835 Spunninn bogi. Spunninn bogi, án bindingar við bogtyllu. Gjaldskrárnúmer 830-833 og 835 greiðast mest einu sinni fyrir hvorn góm í sömu heimsókn og mest níu sinnum alls fyrir hvorn góm. Greiðist ekki ef minna en sex vikur eru liðnar frá því að greitt var fyrir gjaldskrárnúmer 830-833 eða 835 í sama góm.

836 Hábogi. Vararbogi í efri góm, festur á rör á jöxlum eða á sambærilegan hátt. Greiðist mest einu sinni.

837 Innanbogi. Innanbogi notaður sem rýmishaldari (lingualbogi). Tannsmíði innifalin, án vinnumáta og stálbanda. Greiðist mest einu sinni.

838 Vararbogi í neðri góm. Stífur bogi festur í rörtyllur á jöxlum (lipbumper), notaður sem hjálpartæki til að færa jaxla eða auka framhalla á framtannasvæði. Greiðist mest einu sinni.

839 Skammbogi. Skammbogi er styttri bogi sem gerður er milli tveggja eða fleiri bogtyllna eða tanna í bogaþriðjungi. Greiðist mest tvisvar.

840 Hálsbeisli. Beisli sem er með átak aftur á háls. Teygja ekki innifalin. Stilling og leiðbeiningar um notkun innifalin. Greiðist mest einu sinni fyrir hvern sjúkling. Greiðist ekki ef áður hefur verið greitt fyrir gjaldskrárnúmer 841-843 eða 845.

841 Hnakkabeisli með spora. Hnakkabeisli með spora þar sem sporinn er á milli framtanna, situr undir aðalboga og er notaður til að hjálpa til við bithækkun á framtannasvæði efri góms. Stilling og leiðbeiningar um notkun innifalin. Greiðist mest einu sinni fyrir hvern sjúkling. Greiðist ekki ef áður hefur verið greitt fyrir gjald­skrár­númer 841-843 eða 845.

842 Hátogsbeisli. Beisli með átaki upp á hnakka til að ýta jaxlasvæði efri góms upp á við og afturábak. Innifalin er stytting ytri boga og önnur aðlögun á beislinu og leiðbeiningar um notkun. Teygjan og hátogsbúnaður ekki innifalin. Greiðist mest einu sinni fyrir hvern sjúkling. Greiðist ekki ef áður hefur verið greitt fyrir gjaldskrárnúmer 841-843 eða 845.

843 Framtogsbeisli. Framtogsbeisli (Delaire) á höku og enni til að toga fram tennur eða örva framvöxt efri kjálka. Stilling og leiðbeiningar um notkun innifalin. Greiðist mest einu sinni.

844 Öryggislásar, -teygjur eða -púðar á beisli. Öryggisteygja á hátogsbeisli, með lásum eða öðrum öryggisbúnaði. Greiðist mest tvisvar sinnum fyrir hvern sjúkling.

845 Hökukappi. Beisli fest upp á höfuð frá höku. Notað til vaxtaraðlögunar eða til að loka biti. Stilling og leiðbeiningar um notkun innifalin. Greiðist mest einu sinni fyrir hvern sjúkling. Greiðist ekki ef áður hefur verið greitt fyrir gjaldskrárnúmer 841-843 eða 845.

850 Teygjukeðja. Teygjukeðja eða tvinni, festur á milli bogtylla eða annarra festinga til að færa tennur. Greiðist mest einu sinni fyrir hvorn góm í hverri heimsókn.

851 Vírhnýti, hvor bogi. Festivír vafinn utanum bogtyllur eða krók. Greiðist mest einu sinni fyrir hvorn góm í hverri heimsókn.

852 Teygjuhnýti, hvor bogi. Gúmmíhringir notaðir til festingar á bogum. Greiðist mest einu sinni fyrir hvorn góm í hverri heimsókn.

853 Gormur. Gormur eða gúmmíhulsa þrædd upp á boga til að halda bili, færa tennur eða forða ertingu. Greiðist mest einu sinni fyrir hvorn góm í hverri heimsókn.

854 Krókur. Krókur festur á boga eða bogtyllu. Greiðist mest tólf sinnum.

855 Fjöður. Uppréttifjaðrir, torkfjaðrir, augntannafjaðrir o.fl. á föst tæki. Greiðist mest tvisvar fyrir hvorn góm.

856 Rennibogi. Aukabogi sem festur er á föst tæki til að ýta eða toga til tennur fjarri átaksstað. Greiðist mest tvisvar fyrir hvorn góm.

857 Snúningsfleygur. Snúningspúði notaður á bogtyllu til að snúa tönn um lengdarás sinn. Greiðist mest tvisvar fyrir hvorn góm.

858 Frambitstæki (Herbst). Vaxtaraðlögunarhulsur ásamt tengibúnaði (Herbst). Allur búnaður innifalinn. Greiðist mest einu sinni.

859 Bitspyrna. Frambitstæki til leiðréttingar á afturbiti. Allur búnaður innifalinn. Greiðist mest einu sinni.

860 Vinnumódel. Greiðist mest tvisvar fyrir hvern sjúkling.

861 Gómplata. Grunneining í lausu tæki úr plasti. Er einnig hluti af álímdri þensluskrúfu. Stilling og leiðbeiningar um notkun innifalin. Greiðist mest einu sinni fyrir hvern sjúkling.

862 Plötukrókur. Krókur til að auka festu á bitplötu. Gjaldskrárnúmer 862 og 863 greiðast mest fjórum sinnum samtals.

863 Plötuklemma. Klemma, t.d. Adamsklemma, notuð til að auka festu á bitplötu. Gjaldskrárnúmer 862 og 863 greiðast mest fjórum sinnum samtals.

864 Plötubogi. Bogi sem nær yfir framhliðar á tönnum festur í bitplötu. Tann­smíða­kostnaður innifalinn. Greiðist mest einu sinni. Greiðist mest einu sinni fyrir hvern sjúkling.

865 Afturvirkur plötubogi. Notaður í undirbiti til að styðja við framtennur neðri góms. Tannsmíðakostnaður innifalinn. Greiðist mest einu sinni fyrir hvern sjúkling

866 Plötufjöður. Fjöður í plötu. Tannsmíðakostnaður innifalinn. Greiðist mest tvisvar fyrir hvern sjúkling.

867 Þanskrúfa. Notuð í lausa plötu eða fasta skrúfu. Greiðist mest einu sinni fyrir hvern sjúkling.

868 Blokk. Gúmmíaðlögunargómur til lokafrágangs tannréttingar (Positioner). Tann­smíða­kostnaður innifalinn. Greiðist mest einu sinni fyrir hvern sjúkling.

871 Bogahersla. Rafstraumi eða hita hleypt í gegnum boga. Greiðist mest tvisvar fyrir hvern sjúkling.

872 Bogastilling. Bogi losaður út úr bogtyllum og aðlagaður og komið fyrir á ný. Hnýting ekki innifalin. Greiðist mest tíu sinnum fyrir hvorn góm.

873 Aðlögun á beisli, plötu eða þenslubúnaði. Endurkomuheimsókn vegna beislis, plötu eða þenslubúnaðar. Stilling, aðlögun, hvatning. Greiðist mest átta sinnum á hverjum 12 mánuðum.

874 Viðgerð á plötu með plasti. Viðgerð á plötu með plasti, eða gervitönn bætt í plötu eða sett í tannlaust bil eða eigin tapptönn stækkuð með plasti, án vinnumáts. Tannsmíðakostnaður innifalinn. Greiðist mest tvisvar fyrir hvern sjúkling.

875 Lóðning eða rafsuða. Lóðning eða rafsuða á þensluskrúfum, böndum eða rörum. Greiðist mest tvisvar fyrir hvern sjúkling.

876 Rafhreinsun. Rafhreinsun eða rafminnkun á boga. Notað í sýrubaði til að minnka þvermál boga. Greiðist mest tvisvar fyrir hvern sjúkling.

877 Endurlíming. Líming eða endurlíming. Líming á tækjum eða búnaði ótalið annarsstaðar. Greiðist mest sex sinnum fyrir hvern sjúkling.

878 Hreinsun á lími. Hreinsun á lími, t.d. hreinsun á umframlími eftir bandaásetningu eða stoðbogaásetningu. Greiðist mest þrisvar fyrir hvern sjúkling.

879 Breyting á bandi eða boga. Breyting á bandi eða boga á klínik eða hjá tannsmiði. Greiðist mest tvisvar fyrir hvern sjúkling.

881 Brottnám fastra tækja, hvor gómur. Föst tæki fjarlægð af tönnum og lím hreinsað. Greiðist mest einu sinni fyrir hvorn góm.

882 Stoðbogi. Sýruæting, yfirborðsmeðhöndlun með bindiefnum og líming stoðboga á bakhlið tanna annars gómsins. Hreinsun á umframlími innifalin. Greiðist mest einu sinni fyrir hvorn góm. Greiðist ekki ef áður hefur verið greitt fyrir gjaldskrárnúmer 886 fyrir sama góm.

884 Röspun. Glerungsminnkun með stálröspum eða demantsbor. Greiðist mest einu sinni fyrir hvorn góm.

885 Bitslípun. Bitslípun til lagfæringar á rennsli í biti eða fjarlægingu á bithindrunum, t.d, fyllingar eða kúspar. Greiðist mest einu sinni fyrir hvorn góm.

886 Stoðbogi (óbein aðferð). Stoðbogi límdur með aðstoð gúmmíbakka á bakhlið tanna, án vinnumáts. Aðgerðin felur í sér sýruætingu, yfirborðsmeðhöndlun með bindi­efnum og límingu stoðboga á bakhlið tanna. Hreinsun á umframlími innifalin. Tann­smíða­kostnaður innifalinn. Greiðist mest einu sinni fyrir hvorn góm. Greiðist ekki ef áður hefur verið greitt fyrir gjaldskrárnúmer 882 fyrir sama góm.

887 Skæni. Þunnur stoðgómur gerður í lofttæmivél, án vinnumáts. Greiðist mest einu sinni fyrir hvern sjúkling.

888 Rýmishaldari. Aðgerðin felur í sér aðlögun rýmishaldara, sýruætingu, yfir­borðs­meðhöndlun með bindiefnum og límingu með plastblendi. Greiðist aðeins þegar um ótíma­bært tap barnatanna er að ræða og veruleg hætta er á alvarlegri riðlun á biti vegna þess. Greiðist ekki eftir 5 ára aldur sjúklings vegna fram- og augntanna og 8 ára aldur vegna barnajaxla nema að undangenginni samþykkt á umsókn. Verkið skal skrá á númer þeirrar tannar sem tapast hefur.

Bitlækningar og bittæki.

Endurgreiðsla miðast við að í gjaldskrárnúmerum kaflans sé innifalin öll klínísk vinna, aðlögun, eftirfylgni og annað, til fullra loka verksins. Meðferð, aðra en 926, skal skrá á númer þess góms sem unnið er við hverju sinni; 01 eða 02.

921 Bithækkunarplata, slökunargómur. Aðgerðin felur í sér að hörðum bitgómi, sem þekur hluta tannbogans (oftast framtennur efri kjálka), er komið fyrir í munni tímabundið með það fyrir augum að slaka á bitvöðvum eða til þess að vinna bug á djúpu biti. Greiðist án umsóknar fyrir börn og lífeyrisþega en annars aðeins að undangenginni samþykkt á umsókn. Greiðist ekki ef minna en þrjú ár eru liðin frá því að greitt var fyrir gjaldskrárnúmer 921-923.

922 Bitspelka, hörð. Aðgerðin felur í sér að harðri plasthlíf er þekur tyggingarfleti tanna á efri eða neðri kjálka, er komið fyrir í munni til verndar tyggingafærum eða til að losa tyggingavöðva undan áhrifum þéttasta bits. Bitgómurinn getur verið sléttur, með bitförum eða með skildi að framan (skjaldgómur) sem heldur kjálkanum í ákveðinni stöðu. Stoðtækið er nokkurs konar hækja fyrir kjálkann. Greiðist án umsóknar fyrir börn og lífeyrisþega en annars aðeins að undangenginni samþykkt á umsókn. Greiðist ekki ef minna en þrjú ár eru liðin frá því að greitt var fyrir gjaldskrárnúmer 921-923.

923 Bithlíf, mjúk. Aðgerðin felur í sér að mjúkri plasthlíf er þekur tyggingarfleti tanna á efri eða neðri kjálka, er komið fyrir í munni til verndar tyggingafærum tímabundið. Greiðist án umsóknar fyrir börn og lífeyrisþega en annars aðeins að undangenginni samþykkt á umsókn. Greiðist ekki ef minna en þrjú ár eru liðin frá því að greitt var fyrir gjaldskrárnúmer 921-923.

926 Bitslípun. Aðgerðin felur í sér að bitfletir tanna eru slípaðir markvisst til að minnka álag á stakar tennur, fjölga bitsnertingum við valt bit, fjarlægja bittálma, sem undirbúning fyrir tanngervi, við lokafrágang eftir tannréttingar og kjálkafærslu. Greiðist mest einu sinn í hverri heimsókn og mest þrisvar sinnum á hverjum 12 mánuðum.

932 Þvingunar- eða krossbitsplata. Plata í efri góm til að upphefja þvingað bit eða krossbit. Greiðist aðeins fyrir börn á tannskiptaaldri og mest einu sinni. Greiðist ekki ef áður hefur verið greiddur styrkur vegna tannréttinga samkvæmt ákvæðum V. kafla reglugerðar nr. 451/2013 (gjaldskrárnúmer 809 eða 810).

190, 290, 390, 490, 590, 690, 790. Meðferð, ekki talin annars staðar, skv. umsókn. Í fyrstu sjö flokkum gjaldskrárinnar er eitt gjaldskrárnúmer sem notað er fyrir meðferð, sem ekki verður með góðu móti felld undir önnur gjaldnúmer. Sjúkratryggingar Íslands skulu meta hvort meðferðin er nauðsynleg og endurgreiðsla heimil samkvæmt anda reglugerðar nr. 451/2013. Greiðist aðeins að undangenginni samþykkt SÍ á umsókn.

7. gr.

Sjúkratryggingar Íslands endurgreiða, að hluta eða öllu leyti, kostnað vegna þeirra tannréttinga sem falla undir V. kafla reglugerðar um þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði við tannlækningar. Endurgreiðslan skal vera í formi styrks og skal hann greiddur í tvennu eða þrennu lagi að lokinni ísetningu fastra tækja, sbr. 2. mgr.

Sjúkratryggingar Íslands endurgreiða 100.000 kr., samkvæmt stafliðum a. og b., vegna tannréttingar sem krefst meðferðar með föstum tækjum í annan góminn en 150.000 kr. samkvæmt stafliðum a. og c. vegna tannréttingar sem krefst meðferðar með föstum tækjum í báða góma:

  1. 50.000 kr. þegar meðferð er hafin.
  2. 50.000 kr. að meðferð lokinni.
  3. 100.000 kr. að meðferð lokinni. Taki meðferð lengri tíma en 12 mánuði er þó heimilt að skipta greiðslunni í tvennt og greiða 50.000 kr. að 12 mánuðum liðnum og 50.000 kr. að meðferð lokinni.

Skilyrði fyrir greiðslu Sjúkratrygginga Íslands er að sérfræðingur í tannréttingum hafi sent Sjúkratryggingum Íslands staðfestingu á því að meðferð með föstum tækjum sé hafin. Jafnframt er það skilyrði að framvísað sé reikningum sérfræðings í tannréttingum vegna viðkomandi meðferðar sem eru jafnháir eða hærri, reiknað út frá gjaldskrá þessari, en samsvarar endurgreiðslum samkvæmt þessari grein.

Á reikningi (greiðslukvittun) skulu koma fram eftirtalin gjaldnúmer og heiti verks:

Gjaldnúmer

Heiti verks/Skýringar á greiðslutilhögun

Verð kr.

809

Tannrétting/Föst tæki í annan tannbogann.

Að lokinni uppsetningu fastra tækja

50.000

Að loknu brottnámi fastra tækja

50.000

Samtals

100.000

810

Tannrétting/Föst tæki í báða tannbogana.

Að lokinni uppsetningu fastra tækja

50.000

Tólf mánuðum síðar

50.000

Að loknu brottnámi fastra tækja

50.000

Samtals

150.000

8. gr.

Gjaldskrá þessi, sem sett er með stoð í 1. mgr. 38. gr. laga nr. 112/2008, um sjúkra­tryggingar, og reglugerð nr. 451/2013, um þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði við tann­lækn­ingar, öðlast gildi 11. apríl 2014 og er gildistími sá sami og gildistími reglugerðar nr. 451/2013.

Sjúkratryggingum Íslands, 17. mars 2014.

Steingrímur Ari Arason.

Katrín Eydís Hjörleifsdóttir.

B deild - Útgáfud.: 31. mars 2014