Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 324/2010

Nr. 324/2010 14. apríl 2010
REGLUR
um breytingu á reglum um fjárhagslega aðstoð Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga, nr. 295/2003.

1. gr.

Við reglurnar bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða er hljóðar svo:

Heimilt er að veita landshlutasamtökum sveitarfélaga fjárhagslega aðstoð úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á árinu 2010 á grundvelli a-liðar 1. gr. reglnanna nr. 295/2003 sem samsvarar eðlilegum kostnaði samtakanna við könnun og kynningu á mögulegum sameiningarkostum í viðkomandi landshluta.

2. gr.

Reglur þessar eru settar samkvæmt heimild í 98. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 45/1998, með síðari breytingum, og a-lið 11. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum, og öðlast þær þegar gildi.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 14. apríl 2010.

Kristján L. Möller.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

B deild - Útgáfud.: 19. apríl 2010