1. gr. 9. gr. orðist svo: Starfseiningar eru skilgreindar af landsbókaverði að fengnu samþykki stjórnar safnsins. 2. gr. Á eftir 1. mgr. 20. gr. komi ný málsgrein, svohljóðandi: Bókasafninu er heimilt að innheimta gjald fyrir þjónustu sína, svo sem fyrir útlán, millisafnalán, fjölföldun, gerð ljósmynda, sérfræðilega heimildaþjónustu og heimildaleit í gagnagrunnum. Heimildin nær einnig til innheimtu álags vegna afnota fram yfir skilafrest. Landsbókavörður setur gjaldskrá að fengnu samþykki stjórnar bókasafnsins, sem birt skal með aðgengilegum hætti. 3. gr. Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 5. og 12. gr. laga um Landbókasafn Íslands – Háskólabókasafn nr. 71/1994 og öðlast þegar gildi. Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, 30. desember 2010. Katrín Jakobsdóttir. Ásta Magnúsdóttir. |