Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 206/2017

Nr. 206/2017 6. mars 2017

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 1240/2015 um framkvæmd áreiðanleikakannana vegna upplýsingaöflunar á sviði skattamála.

1. gr.

Í stað „40. tölul.“ í 2. mgr. 6. tölul. 2. gr. reglugerðarinnar kemur: 43. tölul.

Á eftir orðinu „Fjáreign;“ í 1. málsl. 7. tölul. 2. gr. reglugerðarinnar kemur: þar með talin.

Á eftir orðinu „lögsagnarumdæmi“ í b-lið 11. tölul. 2. gr. reglugerðarinnar kemur: eða samning svipaðs efnis.

Í stað „3.-9. gr.“ í c-lið 17. tölul. 2. gr. reglugerðarinnar kemur: 3.-11. gr.

Í stað „3.-9. gr.“ í 35. tölul. 2. gr. reglugerðarinnar kemur: 3.-11. gr.

2. gr.

Við 3. gr. reglugerðarinnar bætast við tvær nýjar málsgreinar svohljóðandi:

Skrár og gögn samkvæmt 5. mgr. skal varðveita á tryggan og öruggan hátt í a.m.k. fimm ár frá því ári sem tilkynningarskylda féll niður.

Ráðstafanir sem miða að því að koma í veg fyrir eða hindra upplýsingaskipti samkvæmt reglu­gerðinni eru óheimilar og ógildar. Sama á við um ráðstafanir sem miða að rangri upplýsinga­gjöf og ráðstafanir sem miða að því að áreiðanleikakannanir séu ekki með þeim hætti sem mælt er fyrir um í reglugerðinni.

3. gr.

Ákvæði iv-liðar í c-lið 5. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:

hvað varðar aðra reikninga en innlánsreikninga, gildandi fyrirmæli um að millifæra fjármuni á reikn­ingi yfir á annan reikning (m.a. reikning í öðru útibúi viðkomandi tilkynningarskyldrar fjármála­stofnunar eða í annarri fjármálastofnun);

4. gr.

Ákvæði a-liðar 1. mgr. 12. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:

nafn, heimilisfang, heimilisfestarríki, kennitölu(r) eða skattkennitölu(r) (e. Taxpayer Identification Number, TIN), ásamt fæðingardegi og fæðingarstað (þegar um einstakling er að ræða) hvers til­kynn­ingarskylds aðila sem er reikningshafi. Ef reikningshafi er lögaðili og áreiðanleikakönnun skv. 8., 9., 10 og 11. gr. leiðir í ljós að um einn eða fleiri ráðandi tilkynningarskyldan aðila er að ræða skal jafnframt veita upplýsingar um nafn, heimilisfang, heimilisfestarríki, kennitölu(r) eða skatt­kenni­tölu(r), (e. Taxpayer Identification Number, TIN) ásamt fæðingardegi og fæðingarstað hvers og eins ráðandi aðila;

5. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 8. mgr. 92. gr. laga um tekjuskatt nr. 90/2003, tekur þegar gildi.

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 6. mars 2017.

F. h. r.

Ingibjörg Helga Helgadóttir.

Ása Ögmundsdóttir.


B deild - Útgáfud.: 13. mars 2017