1. gr.
3. mgr. 1. gr. gjaldskrárinnar orðast svo:
Þóknun fyrir aukaverk presta miðast við einingar sem kjararáð ákvarðar þeim sem undir það heyra. Hver eining er 1% af launaflokki 136 í launatöflu kjararáðs nr. 502, nú 8.934 krónur. Verði breyting á launatöflu kjararáðs nr. 502, þannig að ný krónutala komi fyrir hverja einingu í stað þeirrar sem nú er, skal ráðherra innan mánaðar með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda breyta gjaldskrá þessari til samræmis. Sama gildir ef kjararáð breytir viðmiði hvað varðar launaflokk eða prósentutölu í launatöflu sinni.
2. gr.
2. gr. gjaldskrárinnar orðast svo:
Þóknun fyrir hvert aukaverk prests er metin sem hlutfall af einingu kjararáðs skv. 3. mgr. 1. gr. gjaldskrárinnar og ennfremur tilgreind í krónutölu sem hér segir:
|
1. |
Skírn |
0,7 ein. kjararáðs eða |
6.254 kr. |
|
2. |
Ferming |
2,0 ein. kjararáðs eða |
17.868 kr. |
|
3. |
Hjónavígsla |
1,3 ein. kjararáðs eða |
11.614 kr. |
|
4. |
Útför |
2,6 ein. kjararáðs eða |
23.229 kr. |
|
5. |
Kistulagning |
0,8 ein. kjararáðs eða |
7.147 kr. |
|
6. |
Athöfn við jarðsetningu duftkers eða kistu |
0,8 ein. kjararáðs eða |
7.147 kr. |
|
7. |
Embættisvottorð |
0,2 ein. kjararáðs eða |
1.787 kr. |
Sá sem beiðist skírnar greiðir ekki þóknun verði skírnin við guðsþjónustu.
Kirkjugarðsstjórn greiðir ekki þóknun fyrir jarðsetningu duftkers eða kistu ef athöfn er í beinu framhaldi af útför.
3. gr.
Breyting þessi á gjaldskrá nr. 729/2014, sem sett er samkvæmt lögum um embættiskostnað sóknarpresta og aukaverk þeirra nr. 36/1931, öðlast þegar gildi.
Innanríkisráðuneytinu, 17. desember 2015.
Ólöf Nordal.
Ragnhildur Hjaltadóttir.
|