1. gr. Innleiðing á EES-gerð. Með reglugerð þessari öðlast gildi hér á landi reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 996/2010 frá 20. október 2010 um rannsóknir og forvarnir gegn slysum og flugatvikum í almenningsflugi og um niðurfellingu á tilskipun 94/56/EB. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 36 frá 12. júní 2014, bls. 176. 2. gr. Framkvæmd. Rannsóknarnefnd samgönguslysa, yfirvald öryggisrannsókna á Íslandi, annast framkvæmd þessarar reglugerðar. 3. gr. Refsiheimild. Um brot gegn reglugerð þessari fer eftir ákvæðum 41. gr. laga nr. 18/2013, um rannsókn samgönguslysa. Hver sem hindrar starfsmenn eða nefndarmenn rannsóknarnefndar samgönguslysa við rannsóknarstörf sín skal sæta sektum. Hver sá sem upplýsir um innihald þeirra gagna sem fjallað er um í 14. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 996/2010, eins og hún er innleidd hér á landi, skal sæta sektum. Brot gegn 9. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 996/2010, eins og hún er innleidd hér á landi, varðar sektum. 4. gr. Lagastoð og gildistaka. Reglugerð þessi er sett með heimild í 40. gr., sbr. og a.-n. liði sömu greinar, laga nr. 18/2013, um rannsókn samgönguslysa, með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi. Innanríkisráðuneytinu, 10. desember 2014. Ólöf Nordal. Ragnhildur Hjaltadóttir. |