1. gr.
Í stað tölunnar „13“ í lok 1. málsl. 1. mgr. 3. gr. a. reglnanna kemur: 12.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. reglnanna:
- Í stað orðsins „sjúkraþjálfun“ í 2. mgr. kemur: sjúkraþjálfunarfræðum.
- Í stað orðsins „sjúkraþjálfun“ í a-lið núverandi 3. mgr. kemur: sjúkraþjálfunarfræði.
- Á eftir 2. mgr. bætast við tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
Fjöldi nemenda á 1. námsári í geislafræði takmarkast við töluna 12. Fjöldi nýrra nemenda í MS-námi í sjúkraþjálfun takmarkast við töluna 30.
- Í stað orðsins „læknadeild“ í 1. málsl. núverandi 3. mgr. kemur: grunnnámi.
- Á eftir núverandi 3. mgr. bætast við tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
Ef þeir sem sækja um að hefja MS-nám í sjúkraþjálfun, og uppfylla inntökuskilyrði, eru fleiri en unnt er að taka inn mun val nemenda byggjast á eftirtöldum sjónarmiðum:
- Einkunnum á BS-prófi í sjúkraþjálfunarfræðum.
- Starfsreynslu.
- Tíma og námi frá lokum BS-prófs í sjúkraþjálfunarfræðum.
- Birtingum í ritrýndum tímaritum.
- Greinargerðum um fyrirhugað starfsval.
- Meðmælabréfum.
- Viðtölum ef þurfa þykir.
- Inntökuprófi ef þurfa þykir.
Sérstök inntökunefnd námsbrautar í sjúkraþjálfun annast val nemenda.
3. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. reglnanna:
- Á eftir 1. mgr. bætist við ný málsgrein, svohljóðandi:
Fjöldi nýrra nemenda í MS-námi í hagnýtri sálfræði takmarkast við töluna 15.
- 1. málsl. núverandi 2. mgr. orðast svo:
Ef þeir sem sækja um að hefja nám á hvorri námsleið um sig, og uppfylla inntökuskilyrði, eru fleiri en unnt er að taka inn mun val nemenda byggjast á eftirtöldum sjónarmiðum:
4. gr.
1. mgr. 8. gr. reglnanna fellur brott.
5. gr.
Reglur þessar, sem háskólaráð Háskóla Íslands hefur samþykkt, að fengnum tillögum fræðasviða og deilda háskólans, eru settar samkvæmt heimild í 3. og 4. mgr. 18. gr. laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla. Reglurnar öðlast þegar gildi og verður beitt frá og með háskólaárinu 2017-2018.
Háskóla Íslands, 14. desember 2016.
Jón Atli Benediktsson.
Þórður Kristinsson.
|