Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 496/2016

Nr. 496/2016 22. maí 2016

REGLUGERÐ
um breyting á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Alþýðulýðveldið Kóreu nr. 160/2015.

1. gr.

Þvingunaraðgerðir.

Ákvæði 2. gr. reglugerðar um þvingunaraðgerðir varðandi Alþýðulýðveldið Kóreu nr. 160/2015 hljóði svo:

Eftirfarandi gerðir Evrópusambandsins um þvingunaraðgerðir skulu öðlast gildi hér á landi með þeirri aðlögun sem getið er um í 3. gr.:

1. Ákvörðun ráðsins 2013/183/SSUÖ frá 22. apríl 2013 um þvingunaraðgerðir gegn Alþýðu­lýðveld­inu Kóreu og niðurfellingu ákvörðunar 2010/800/SSUÖ, sbr. fylgiskjal 1.
  1.1 Ákvörðun ráðsins 2014/212/SSUÖ frá 14. apríl 2014 um breytingu á ákvörðun 2013/183/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Alþýðulýðveldinu Kóreu, sbr. fylgiskjal 1.1.
  1.2 Ákvörðun ráðsins 2014/700/SSUÖ frá 8. október 2014 um breytingu á ákvörðun 2013/183/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Alþýðulýðveldinu Kóreu, sbr. fylgiskjal 1.2.
  1.3 Ákvörðun ráðsins 2015/1066/SSUÖ frá 2. júlí 2015 um breytingu á ákvörðun 2013/183/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Alþýðulýðveldinu Kóreu, sbr. fylgiskjal 1.3.
  1.4 Ákvörðun ráðsins 2016/319/SSUÖ frá 4. mars 2016 um breytingu á ákvörðun 2013/183/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Alþýðulýðveldinu Kóreu, sbr. fylgiskjal 1.4.
  1.5 Ákvörðun ráðsins 2016/475/SSUÖ frá 31. mars 2016 um breytingu á ákvörðun 2013/183/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Alþýðulýðveldinu Kóreu, sbr. fylgiskjal 1.5.
  1.6 Ákvörðun ráðsins 2016/476/SSUÖ frá 31. mars 2016 um breytingu á ákvörðun 2013/183/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Alþýðulýðveldinu Kóreu, sbr. fylgiskjal 1.6.
  1.7 Framkvæmdarákvörðun ráðsins (ESB) 2016/573 frá 12. apríl 2016 um framkvæmd ákvörðunar 2013/183/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Alþýðulýðveldinu Kóreu, sbr. fylgiskjal 1.7.
2. Reglugerð ráðsins (EB) nr. 329/2007 frá 27. mars 2007 um þvingunaraðgerðir gegn Alþýðu­lýðveldinu Kóreu, sbr. fylgiskjal 2.
  2.1 Reglugerð ráðsins (ESB) nr. 1283/2009 frá 22. desember 2009 um breytingu á reglu­gerð (EB) nr. 329/2007 um þvingunaraðgerðir gegn Alþýðulýðveldinu Kóreu, sbr. fylgi­skjal 2.1.
  2.2 Reglugerð ráðsins (ESB) nr. 567/2010 frá 29. júní 2010 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 329/2007 um þvingunaraðgerðir gegn Alþýðulýðveldinu Kóreu, sbr. fylgiskjal 2.2.
  2.3 Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1355/2011 frá 20. des­em­ber 2011 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 329/2007 um þvingunaraðgerðir gegn Alþýðu­lýðveldinu Kóreu, sbr. fylgiskjal 2.3.
  2.4 Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 137/2013 frá 18. febrúar 2013 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 329/2007 um þvingunaraðgerðir gegn Alþýðu­lýðveldinu Kóreu, sbr. fylgiskjal 2.4.
  2.5 Reglugerð ráðsins (ESB) nr. 296/2013 frá 26. mars 2013 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 329/2007 um þvingunaraðgerðir gegn Alþýðulýðveldinu Kóreu, sbr. fylgiskjal 2.5.
  2.6 Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 370/2013 frá 22. apríl 2013 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 329/2007 um þvingunaraðgerðir gegn Alþýðu­lýðveld­inu Kóreu, sbr. fylgiskjal 2.6.
  2.7 Reglugerð ráðsins (ESB) nr. 696/2013 frá 22. júlí 2013 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 329/2007 um þvingunaraðgerðir gegn Alþýðulýðveldinu Kóreu, sbr. fylgiskjal 2.7.
  2.8 Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 386/2014 frá 14. apríl 2014 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 329/2007 um þvingunaraðgerðir gegn Alþýðu­lýðveld­­inu Kóreu, sbr. fylgiskjal 2.8.
  2.9 Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1059/2014 frá 8. október 2014 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 329/2007 um þvingunaraðgerðir gegn Alþýðu­lýðveldinu Kóreu, sbr. fylgiskjal 2.9.
  2.10 Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/1062 frá 2. júlí 2015 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 329/2007 um þvingunaraðgerðir gegn Alþýðulýðveldinu Kóreu, sbr. fylgiskjal 2.10.
  2.11 Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/315 frá 4. mars 2016 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 329/2007 um þvingunaraðgerðir gegn Alþýðu­lýðveld­inu Kóreu, sbr. fylgiskjal 2.11.
  2.12 Reglugerð ráðsins (ESB) 2016/465 frá 31. mars 2016 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 329/2007 um þvingunaraðgerðir gegn Alþýðulýðveldinu Kóreu, sbr. fylgiskjal 2.12.
  2.13 Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/569 frá 12. apríl 2016 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 329/2007 um þvingunaraðgerðir gegn Alþýðu­lýðveld­inu Kóreu, sbr. fylgiskjal 2.13.
  2.14 Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/659 frá 27. apríl 2016 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 329/2007 um þvingunaraðgerðir gegn Alþýðu­lýðveld­inu Kóreu, sbr. fylgiskjal 2.14.

Listar yfir aðila, hluti, tækni eða annað viðfang þvingunaraðgerða, sem vísað er til í framan­greindum gerðum, eru birtir á vef öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna eða Stjórnartíðinda Evrópu­sambands­ins, eftir því sem við á. Síðari breytingar og uppfærslur listanna öðlast sjálfkrafa gildi við birtingu á þeim vefjum, sbr. 3. mgr. 4. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þving­unar­aðgerða nr. 93/2008.

Framangreindar gerðir binda einstaklinga, lögaðila, rekstrareiningar og stofnanir án frekari lög­fest­ingar, eftir því sem við getur átt, þ.m.t. ákvæði um viðskiptabann, landgöngubann og fryst­ingu fjármuna.

2. gr.

Breytingar á fylgiskjölum.

Fylgiskjöl með reglugerð nr. 160/2015 breytast svo: Fylgiskjal 2 og 3 verða 1.1 og 1.2. Fylgiskjöl 4-13 verða 2-2.9.

3. gr.

Gildistaka o.fl.

Reglugerð þessi, sem er sett með heimild í 4. og 12. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þving­unar­aðgerða nr. 93/2008, öðlast þegar gildi.

Utanríkisráðuneytinu, 22. maí 2016.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir.

Stefán Haukur Jóhannesson.

Fylgiskjöl.
(sjá PDF-skjal)


B deild - Útgáfud.: 7. júní 2016