1. gr.
Við 4. gr. reglugerðarinnar bætist eftirfarandi stafliður:
- Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/1536 frá 16. september 2015 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 1321/2014 að því er varðar samræmingu á reglum um áframhaldandi lofthæfi við reglugerð (EB) nr. 216/2008, um brýn viðhaldsverkefni og eftirlit með áframhaldandi lofthæfi, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 278 frá 30. október 2015. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 74, 10. desember 2015, bls. 944-976.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett með heimild í 7. mgr. 28. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum og öðlast þegar gildi. Reglugerðin kemur til framkvæmda 25. ágúst 2016.
Innanríkisráðuneytinu, 9. maí 2016.
F. h. r.
Sigurbergur Björnsson.
Ásta Sóllilja Sigurbjörnsdóttir.
|