1. gr.
2. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Einstaklingur sem er með staðfesta sýkingu af COVID-19 með PCR-prófi skal vera í einangrun í 7 daga frá greiningu. Þó er læknum COVID-19 göngudeildar Landspítala heimilt að framlengja einangrun einstaklings með COVID-19 á grundvelli læknisfræðilegs mats. Að öðru leyti fer um afléttingu einangrunar eftir leiðbeiningum sóttvarnalæknis, sbr. fylgiskjal 2.
2. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 12., 13., 14. og 18. gr. sóttvarnalaga nr. 19/1997, með síðari breytingum, tekur gildi nú þegar og gildir um alla einstaklinga sem sæta einangrun við gildistöku. Þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. 8. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað bindur reglugerð þessi alla þegar við birtingu.
Heilbrigðisráðuneytinu, 30. desember 2021.
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Ásta Valdimarsdóttir.
|