Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 825/2015

Nr. 825/2015 3. september 2015

AUGLÝSING
um deiliskipulagsmál í Akraneskaupstað.

Deiliskipulag Miðvogslækjasvæðis, Þjóðvegur 13-15.
Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkti þann 25. júní 2015 deiliskipulag sem afmarkast af Þjóðvegi 51 til austurs, gamla þjóðveginum til vesturs, lóðamörkum Þjóðvegar 17 og 15A, til suðurs er Þjóðvegur 11.
Svæðið skiptist í fjórar lóðir. Þjóðvegur 13 og 13A verður íbúðarbyggð þar sem heimilt verður að reisa hesthús. Þjóðvegur 15 skiptist í tvær lóðir sem nýtast undir garðyrkjustöð og starfsemi tengda henni.
Deiliskipulagsbreytingin hefur hlotið meðferð skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um.
Deiliskipulagið tekur þegar gildi.

Akranesi, 3. september 2015.

Hildur Bjarnadóttir, skipulags- og byggingarfulltrúi.


B deild - Útgáfud.: 17. september 2015