Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 801/2016

Nr. 801/2016 9. september 2016

REGLUR
um breytingu á reglum nr. 244/2014 um gjaldskrá Háskóla Íslands vegna þjónustu við nemendur o.fl., og innheimtu og ráðstöfun skrásetningargjalds.

1. gr.

Á eftir 15. gr. reglnanna bætist við ný grein, 16. gr., en núverandi 16. gr. verður 17. gr. Hin nýja grein orðast svo, ásamt fyrirsögn:

Tölfræðiráðgjöf við heilbrigðisvísindasvið.

  Minni verkefni Stærri verkefni > 10 klst. og
  3-9 klst. > 10 klst. samstarfssamningur
Verð á útseldri klst.      
Nemendur við HÍ og aðra háskóla kr.   5.000 kr.   5.000 kr. 5.000
Kennarar/starfsfólk HÍ kr.   9.500 kr.   8.750 kr. 5.000
Aðrir kr. 15.525 kr. 14.375  

Ráðgjöf seld nemendum og kennurum er án virðisaukaskatts, en virðisaukaskattur leggst á ráðgjöf sem er seld aðilum utan Háskóla Íslands. Aðstoð í tvær klst. eða minna eða í gegnum samfélags­miðla er án endurgjalds.

Grunnur að gjaldskránni er kostnaður við rekstur tölfræðiráðgjafarinnar, þ.e. laun starfsmanna, hluti af tíma starfsmanna sem ekki er seldur út og fer í þróun ráðgjafarinnar, s.s. heimasíðu með leiðbeinandi upplýsingum, húsnæði og annar kostnaður vegna aðstöðu. Gjaldskrá fyrir nemendur er niðurgreidd af heilbrigðisvísindasviði.

2. gr.

Reglur þessar, sem háskólaráð hefur samþykkt að fenginni tillögu stjórnar heilbrigðisvísindasviðs, eru settar með stoð í lögum nr. 85/2008 um opinbera háskóla, sbr. einnig 71. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009. Reglurnar öðlast þegar gildi.

Háskóla Íslands, 9. september 2016.

Jón Atli Benediktsson.

Þórður Kristinsson.


B deild - Útgáfud.: 23. september 2016