1. gr.
2. málsl. 1. mgr. 10. gr. orðast svo:
Breytingar á gengi gjaldmiðla vegna erlendra eigna skulu færðar undir hvern undirlið.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar eru gerðar á 35. gr. reglnanna:
- 5. tölul. fellur niður.
- Á eftir 1. mgr. bætist við ný málsgrein svohljóðandi:
Í töflu samkvæmt 4. tölul. skal einnig sýna bókfært virði fjáreigna og fjárskulda, sundurliðað eftir útlánum, kröfum og skuldum á afskrifuðu kostnaðarverði.
3. gr.
Á eftir 52. gr. bætist við ný grein sem verður 52. gr. a, svohljóðandi:
Þrátt fyrir 52. gr. þessara reglna er lífeyrissjóðum heimilt að vinna ársreikninga vegna reikningsskilaársins 2015 í samræmi við reglur nr. 55/2000, með áorðnum breytingum samkvæmt reglum nr. 765/2002 og nr. 1067/2004. Í skýringum lífeyrissjóða sem nýta sér þessa heimild skal tilgreina að heimildin sé nýtt. Að auki skal í skýringum sjóða sem nýta sér heimildina veita upplýsingar um þóknanir og kostnað samkvæmt lið 3.7 Fjárfestingargjöld í 10. gr. þessara reglna og samkvæmt ákvæðum 40. og 41. gr. reglnanna.
4. gr.
Reglur þessar eru settar samkvæmt heimild í 5. mgr. 40. gr. laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, og öðlast þegar gildi.
Fjármálaeftirlitinu, 18. september 2015.
Unnur Gunnarsdóttir.
Halldóra E. Ólafsdóttir.
|