Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 798/2015

Nr. 798/2015 26. ágúst 2015

REGLUGERÐ
um (12.) breytingu á reglugerð nr. 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun.

1. gr.

Töluliður 13 í fylgiskjali 1 orðist svo:

13. a. Meðhöndlun og förgun spilliefna, þ.m.t. námuúrgangsstaðir, þar sem heimild er til meðhöndlunar á meira en 2.500 tonnum af spilliefnum á ári 1
  b. Meðhöndlun og förgun spilliefna, þ.m.t. námuúrgangsstaðir, þar sem heimild er til meðhöndlunar á 500–2.500 tonnum af spilliefnum á ári eða til að endurmynda og nýta úrgangsolíu á staðnum að magni 10.000 tonn á ári eða meira 2
  c. Meðhöndlun og förgun spilliefna, þ.m.t. námuúrgangsstaðir, þar sem heimild er til meðhöndlunar á 50–499 tonnum af spilliefnum á ári eða til að endurmynda og nýta úrgangsolíu á staðnum í minna magni en 10.000 tonn á ári 3
  d. Meðhöndlun og förgun spilliefna, þ.m.t. námuúrgangsstaðir, þar sem heimild er til meðhöndlunar á minna en 50 tonnum af spilliefnum á ári eða þar sem einvörðungu eru meðhöndlaðir rafgeymar 4

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum 5. gr. laga nr. 7/1998 um hollustu­hætti og mengunar­varnir og öðlast þegar gildi.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 26. ágúst 2015.

F. h. r.

Sigríður Auður Arnardóttir.

Steinunn Fjóla Sigurðardóttir.


B deild - Útgáfud.: 9. september 2015