Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 163/2016

Nr. 163/2016 8. febrúar 2016

REGLUR
um breytingu á reglum nr. 1252/2011 um doktorsnám og doktorspróf við heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands.

1. gr.

1. mgr. 6. gr. orðast svo:

Til að innritast í doktorsnám á heilbrigðisvísindasviði þarf nemandi að hafa lokið MS/MA-prófi frá Háskóla Íslands með lágmarkseinkunn 7,25 (á kvarðanum 0 til 10), eða öðru prófi sem doktors­náms­nefnd metur að sé samsvarandi. Heimilt er að víkja frá reglunni um lágmarkseinkunn hafi umsækjandi t.d. sýnt fram á námshæfni og/eða hæfni í sjálfstæðum rannsóknum. Heimilt er að inn­rita nemanda í doktorsnám að loknu fimmta námsári til kandídatsprófs í læknisfræði við lækna­deild, þ.e. að loknu 300 eininga námi, að meðtöldum 180 einingum til BS-prófs í læknisfræði. Deildir geta sett skilyrði um forkröfur eða sérstakan undirbúning.

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr.:

  1. 1. mgr. orðist svo:
    Doktorsnám við heilbrigðisvísindasvið er 180 einingar að loknu meistaraprófi, lokaprófi frá deild, t.d. kandídatsprófi í læknisfræði eða sálfræði eða tilsvarandi prófi. Miðað er við að í eðlilegri námsframvindu sé lengd doktorsnámsins þrjú ár. Heimilt er að doktorsnemi sé skráður í hlutanám frá upphafi. Sjái nemandi fram á að geta ekki lokið náminu innan fjögurra ára frá því það hófst skal hann sækja um til deildar að vera áfram innritaður í námið í allt að eitt ár til viðbótar. Ef frekari framlengingar er þörf skal slík umsókn endur­tekin, þó þannig að heildarnámstími verði aldrei lengri en fimm ár, nema samþykkt hafi verið að nemandi fái að stunda nám sem hlutastarf.
  2. Á eftir 2. mgr. bætist við ný málsgrein, svohljóðandi:
    Doktorsverkefni nemanda sem hefur nám samkvæmt 3. málslið 1. mgr. 6. gr. skal jafngilda þriggja ára námi, þ.e. 180 einingum. Að hámarki mega 30 einingar af doktorsverkefninu vera hluti af valeiningum á sjötta námsári til kandídatsprófs í læknisfræði. Miðað er við að í eðlilegri námsframvindu sé heildarlengd náms til kandídatsprófs í læknisfræði og áfram­haldandi náms til doktorsprófs níu ár en að lágmarki skal námstíminn vera átta og hálft ár. Doktorsneminn þarf að hafa lokið kandídatsprófi frá læknadeild Háskóla Íslands áður en til doktorsvarnar kemur.

3. gr.

3. málsl. 1. mgr. 9. gr. fellur brott.

4. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr.:

  1. 2. til 6. málsl. 2. mgr. falla brott.
  2. 3. mgr. fellur niður.

5. gr.

1. málsl. 1. mgr. 11. gr. orðast svo: Miðað er við að ekki fleiri en 10 af 180 einingum og 240 ein­ingum, sbr. 8. gr., komi úr námskeiðum í grunnnámi.

6. gr.

Reglur þessar, sem háskólaráð Háskóla Íslands hefur samþykkt, eru settar í samræmi við VI. kafla reglna nr. 569/2009 fyrir Háskóla Íslands og með heimild í lögum nr. 85/2008 um opinbera háskóla. Reglurnar hafa verið samþykktar af deildum heilbrigðisvísindasviðs, stjórn fræðasviðsins og Miðstöð framhaldsnáms, sbr. 66. og 69. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009. Reglurnar öðlast þegar gildi.

Háskóla Íslands, 8. febrúar 2016.

Jón Atli Benediktsson.

Þórður Kristinsson.


B deild - Útgáfud.: 23. febrúar 2016