1. gr.
Við lokamálslið 1. gr. reglugerðarinnar bætist eftirfarandi: og lána sem Íbúðalánasjóður hefur yfirtekið í skuldaskilum.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. reglugerðarinnar:
- 1. málsliður fellur brott.
- Orðið „annarra“ í 2. málslið fellur brott.
3. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. reglugerðarinnar:
- 3. töluliður orðast þannig: Að greiðslubyrði umsækjanda samkvæmt greiðslumati sé umfram greiðslugetu eða fyrirséð er að svo verði.
- Við 2. mgr. bætist eftirfarandi: eða meðaltekjur miðað við starfsstétt og menntun.
- Við greinina bætist ný málsgrein svohljóðandi: Í undantekningartilvikum er heimilt að víkja frá skilyrði 1. töluliðar ef um tekjulækkun vegna náms er að ræða, enda sé skammt í námslok og námið líklegt til að auka greiðslugetu skuldara að námi loknu.
4. gr.
5. gr. reglugerðarinnar orðast þannig:
Umsókn um aðstoð vegna greiðsluvanda skal senda til Íbúðalánasjóðs á rafrænu formi.
Eigi umsækjandi í verulegum greiðsluvanda og sé kominn í þrot með fjármál sín eða mál telst að öðru leyti umfangsmikið að mati Íbúðalánasjóðs skal umsókninni vísað til umboðsmanns skuldara. Að lokinni könnun umboðsmanns skuldara á málinu gerir embættið tillögu til Íbúðalánasjóðs um úrlausn vandans.
5. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. reglugerðarinnar:
- Á eftir orðinu „Á“ og undan orðinu „eyðublað“ í 2. málslið 1. mgr. kemur orðið: rafrænu og í stað „1. mgr.“ kemur: 2. mgr.
- Í stað orðanna „fjármálastofnun eða Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna“ í 2. mgr. kemur: Íbúðalánasjóði og/eða umboðsmanni skuldara.
6. gr.
1. mgr. 8. gr. reglugerðarinnar orðast þannig:
Áður en tekin er ákvörðun um aðstoð vegna greiðsluvanda skal Íbúðalánasjóður framkvæma ítarlegt greiðsluerfiðleikamat sem notað skal sem grundvöllur ákvörðunar. Þó er Íbúðalánasjóði heimilt að styðjast við greiðsluerfiðleikamat unnið af umboðsmanni skuldara eða öðrum kröfuhöfum telji sjóðurinn það fullnægjandi. Skal í slíkum tilvikum útvega gögn til staðfestingar á niðurstöðu matsins ef talin er þörf á.
7. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr. reglugerðarinnar:
- Við 1. málsl. 1. mgr. bætist: í heild eða að hluta.
- 2. málsl. 1. mgr. fellur brott.
- Á eftir 1. málslið 3. mgr. reglugerðarinnar kemur nýr málsliður svohljóðandi: Þó má heimila að frestun gildi afturvirkt ef um stutt vanskil er að ræða.
8. gr.
Í stað tölunnar „15“ í 1. mgr. 11. gr. reglugerðarinnar kemur: 30 og í stað tölunnar „55“ kemur: 70.
9. gr.
Gildistaka.
Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 8. mgr. 48. gr. laga um húsnæðismál nr. 44/1998, með síðari breytingum, tekur þegar gildi.
Velferðarráðuneytinu, 28. október 2016.
Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra.
Bolli Þór Bollason.
|