1. gr.
I. viðauki reglugerðarinnar, sem birtist í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 24, 26. apríl 2012, bls. 276 og öðlaðist gildi með reglugerð nr. 260/2013, breytist í samræmi við tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/844 frá 27. maí 2016 um breytingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/45/EB um öryggisreglur og staðla fyrir farþegaskip sem birt var í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 63, 17. nóvember 2016, bls. 261.
2. gr.
Lagastoð, gildistaka og innleiðing.
Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 4. mgr. 3. gr. laga nr. 47/2003, um eftirlit með skipum, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.
Með reglugerð þessari er innleidd í íslenskan rétt tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/844 frá 27. maí 2016 um breytingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/45/EB um öryggisreglur og staðla fyrir farþegaskip sem birt var í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 63, 17. nóvember 2016, bls. 261-275, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 212/2016 frá 28. október 2016 um breytingu á XIII. viðauka (Flutningastarfsemi) við EES-samninginn.
Innanríkisráðuneytinu, 6. janúar 2017.
F. h. r.
Sigurbergur Björnsson.
Björn Freyr Björnsson.
|