1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr.:
- 1. málsliður 1. mgr. orðast svo: Á háskólaþingi eiga sæti rektor, forsetar fræðasviða, deildarforsetar og formaður Stúdentaráðs.
- 3. málsliður 1. mgr. orðast svo: Varadeildarforseti situr háskólaþing í forföllum deildarforseta og varaformaður Stúdentaráðs í forföllum formanns Stúdentaráðs.
- Í stað orðanna „tveggja ára“ í 2. málslið 2. mgr. kemur: eins árs.
2. gr.
Reglur þessar, sem samþykktar hafa verið í háskólaráði Háskóla Íslands, eru settar í samræmi við lög nr. 85/2008 um opinbera háskóla og öðlast þegar gildi.
Háskóla Íslands, 24. maí 2016.
Jón Atli Benediktsson.
Halldór Jónsson.
|