1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 9. gr. reglnanna:
- Í stað orðsins „frumgreinadeild“ í 2. málslið 1. mgr. kemur: verk- og raunvísindadeild (áður frumgreinadeild).
- Á eftir 2. málslið 1. mgr. bætast við tveir málsliðir, svohljóðandi: Nemendur sem lokið hafa aðfararnámi að öðrum háskólum en Háskóla Íslands geta sótt um undanþágu frá þessum inntökuskilyrðum. Ef undanþága er samþykkt eru þeir umsækjendur jafnsettir þeim er uppfylla formleg skilyrði við val nemenda í námið, sbr. reglur nr. 24/2015.
2. gr.
Reglur þessar, sem háskólaráð Háskóla Íslands hefur samþykkt, eru settar samkvæmt heimild í 18. gr. laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla. Reglurnar öðlast þegar gildi.
Háskóla Íslands, 7. apríl 2017.
Jón Atli Benediktsson.
Þórður Kristinsson.
|