Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1011/2015

Nr. 1011/2015 23. október 2015

REGLUGERÐ
um breyting á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Mið-Afríkulýðveldið nr. 760/2014.

1. gr.

Þvingunaraðgerðir.

Ákvæði 2. gr. reglugerðarinnar hljóði svo:

Eftirfarandi gerðir Evrópusambandsins um þvingunaraðgerðir skulu öðlast gildi hér á landi með þeirri aðlögun sem getið er um í 3. gr.:

1. Ákvörðun ráðsins 2013/798/SSUÖ frá 23. desember 2013 um þving­unar­aðgerðir gegn Mið-Afríkulýðveldinu (sjá fylgiskjal 1).
  1.1 Ákvörðun ráðsins 2014/125/SSUÖ frá 10. mars 2014 um breytingu á ákvörðun 2013/798/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Mið-Afríkulýðveldinu (sjá fylgiskjal 1.1).
  1.2 Framkvæmdarákvörðun ráðsins 2014/863/SSUÖ frá 1. desember 2014 um framkvæmd ákvörðunar 2013/798/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Mið-Afríkulýðveldinu (sjá fylgi­skjal 1.2).
  1.3 Framkvæmdarákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2015/336 frá 2. mars 2015 um framkvæmd ákvörðunar 2013/798/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Mið-Afríkulýðveldinu (sjá fylgi­skjal 1.3).
  1.4 Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2015/739 frá 7. maí 2015 um breytingu á ákvörðun 2013/798/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Mið-Afríkulýðveldinu (sjá fylgiskjal 1.4).
  1.5 Framkvæmdarákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2015/1488 frá 2. september 2015 um fram­kvæmd ákvörðunar 2013/798/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Mið-Afríkulýðveldinu (sjá fylgi­skjal 1.5).
2. Reglugerð ráðsins (ESB) nr. 224/2014 frá 10. mars 2014 um þving­unar­aðgerðir í ljósi ástands­ins í Mið-Afríkulýðveldinu (sjá fylgiskjal 2).
  2.1 Framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) nr. 1276/2014 frá 1. desember 2014 um fram­kvæmd 1. mgr. 17. gr. reglugerðar (ESB) nr. 224/2014 um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Mið-Afríkulýðveldinu (sjá fylgiskjal 2.1).
  2.2 Framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) 2015/324 frá 2. mars 2015 um framkvæmd 3. mgr. 17. gr. reglugerðar (ESB) nr. 224/2014 um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Mið-Afríkulýðveldinu (sjá fylgiskjal 2.2).
  2.3 Reglugerð ráðsins (ESB) 2015/734 frá 7. maí 2015 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 224/2014 um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Mið-Afríkulýðveldinu (sjá fylgiskjal 2.3).
  2.4 Framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) 2015/1485 frá 2. september 2015 um fram­kvæmd 1. mgr. 17. gr. reglugerðar (ESB) nr. 224/2014 um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Mið-Afríkulýðveldinu (sjá fylgiskjal 2.4).

Listar yfir aðila, hluti, tækni eða annað viðfang þvingunaraðgerða, sem vísað er til í framan­greindum gerðum, eru birtir á frummáli og/eða til þeirra vísað á vef öryggisráðs Sameinuðu þjóð­anna eða vef Stjórnartíðinda Evrópusambandsins, eftir því sem við á. Síðari breytingar og upp­færslur listanna öðlast gildi við birtingu á þeim vefjum, sbr. 3. mgr. 4. gr. laga um framkvæmd alþjóð­legra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.

Framangreindar gerðir binda einstaklinga, lögaðila, rekstrareiningar og stofnanir án frekari lög­fest­ingar, eftir því sem við getur átt, þ.m.t. ákvæði um viðskiptabann, landgöngubann og fryst­ingu fjármuna.

2. gr.

Breytingar á fylgiskjölum.

Fylgiskjöl 1, 1.1 og 2 eru ekki birt hér en koma fram í reglugerð nr. 760/2014 sem fylgiskjöl 1, 2 og 4.

3. gr.

Gildistaka o.fl.

Reglugerð þessi, sem er sett með heimild í 4. og 12. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þving­unar­aðgerða nr. 93/2008, öðlast þegar gildi.

Utanríkisráðuneytinu, 23. október 2015.

Gunnar Bragi Sveinsson.

Stefán Haukur Jóhannesson.

Fylgiskjöl.
(sjá PDF-skjal)


B deild - Útgáfud.: 9. nóvember 2015