1. gr.
Þvingunaraðgerðir.
Eftirfarandi töluliðir skulu bætast við 2. gr. reglugerðar um þvingunaraðgerðir varðandi Íran nr. 384/2014 í réttri númeraröð:
|
1.7 |
Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2016/565 frá 11. apríl 2016 um breytingu á ákvörðun 2011/235/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn tilteknum aðilum og rekstrareiningum í ljósi ástandsins í Íran, fylgiskjal 1.7. |
|
2.7 |
Framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) 2016/556 frá 11. apríl 2016 um framkvæmd reglugerðar (ESB) nr. 359/2011 um þvingunaraðgerðir sem er beint gegn tilteknum aðilum, rekstrareiningum og stofnunum í ljósi ástandsins í Íran, fylgiskjal 2.7. |
|
3.29 |
Framkvæmdarákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2016/78 frá 22. janúar 2016 um framkvæmd ákvörðunar 2010/413/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Íran, fylgiskjal 3.29. |
|
4.27 |
Framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) 2016/74 frá 22. janúar 2016 um framkvæmd reglugerðar (ESB) nr. 267/2012 um þvingunaraðgerðir gegn Íran, fylgiskjal 4.27. |
Ákvæði liðar 3.28 í 2. gr. breytist svo: Í stað orðanna „frá 14. janúar 2016“ komi: frá 16. janúar 2016.
2. gr.
Gildistaka o.fl.
Reglugerð þessi, sem er sett með heimild í 4. og 12. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008, öðlast þegar gildi.
Utanríkisráðuneytinu, 29. apríl 2016.
Lilja Alfreðsdóttir.
Stefán Haukur Jóhannesson.
Fylgiskjöl. (sjá PDF-skjal)
|